Menntamál - 01.09.1937, Page 24

Menntamál - 01.09.1937, Page 24
102 MENNTAMÁJ, í senn: að auðga ímyndunaraflið, giæða fegurðariil- finningu og göfgi barnsins, og stæla viljaþrek þess. Landið okkar, sem er eins og Bjarni segir: „Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraun- um og sjá“, á meiri þátt i andlegum þroska þjóðar vorrar, en venjulega er viðurkennt. Eins og áður er sagt, hafa bæirnir vaxið mjög ört. Af þvi leiðir, að þeir eru byggðir upp skipulagslítið, þar sem illa er séð fyrir þörfum fullorðna fólksins, og enn ver fyrir uppeldi barnanna. Þar verða augnabliks lífs- þarfir að sitja fyrir öllu öðru. Hagur allrar alþýðu levf- ir oflast ekki meiri kröfur. Hitt kemur og til greina, að margir bæjabúanna eru rótslilnir frá lífsskilyrðum sveitanna, og liafa enn eklci tileinkað sér breytt við- horf lífsins. Fólkið finnur, en skilur ekki lil fulls, liversu gerólik eru uppeldisáhrif i bæjum og sveitum, og bve miklu þau börn eru svipt, sem ekki fá að njóla áhrifa frá náttúru landsins. Bæirnir liafa á síðuslu árum eignazt myndarleg barna- skólahús, útbúin allgóðum kennslutækjum, og bafa á að skipa áliugasömum og menntuðum kennurum. Mun sumum finnast, að á þann liátt sé, af þjóðfélagsins hálfu, vel séð fyrir uppeldi barnanna. Þetta eru mikilsverðar framfarir í uppeldismálum voruni. En betur má, ef duga skal. Þjóðfélagið má ekkert það vanrækja, sem til beilla horfir og þroskavænlegt er uppvaxandi kynslóðinni. En það er hrópleg vanræksla, að hirða lítið um aðbúð og uppeldi æskunnar utan skólaveggjanna. Nú er það svo, að fjöldi bæjarbarna á enga aðra úrkosti, þegar þau dvelja utan skólans, — sem auðvitað er meiri hluta árs- ins, — en að kúldast i þröngum og óhollum húsakynn- um eða vera á götunni. Nokkrir víðsýnir áliugamenn hafa, nú á siðustu ár- um, barizt fyrir þvi, að fá úr þessu bætt, og enda sjálf- ir fórnað tíma og kröftum fyrir málefnið. Noklcur árang-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.