Menntamál - 01.09.1937, Side 35

Menntamál - 01.09.1937, Side 35
MENNTAMÁL 113 Rikisútgáfa námsbóka. Frá því a'ð fyrst var borin fram hugmyndin um, að kennslubækur barnaskólanna yrði gefnar út af ríkinu, í því skyni að gera útgáfuna kostnaðarminni og létta þann- ig undir með tatækum foreldrum, hafa kennarar almennt fylgt því niiáli með vakandi atbygli og áliuga. Það er og næsta eðlilegt, þvi að engum er kunnara en þeim, hvílík vandræði eru að litlum og lélegum bókakosti við kennsl- una, og eins hitt, live fátækum foreldrum var þungbær ijyrðin af skólabókakaupunum. Fleslir kennarar munu þvi liafa fagnað því, er lög um ríkisútgáfu skólabóka voru loksins sett. Að vísu breyttist hin upphaflega tillaga uin skólabókaútgáfu í meðferð Alþingis á málinu, að því leyti meðal annars, að fyrirskip- uð var ókeypis úthlutun bókanna, í stað þess, að í fyrstu var gert ráð fyrir því, að þær yrðu seldar við kostnaðar- verði. Eru eflaust skiftar skoðanir um það, livor leiðin sé heppilegri, en um það ræði eg ekki hér. Lögin eru nú til orðin, og er því ekki annað fyrir en að hagnýta þau sem bezt má verða. Hitt er annað mál, að reynslan kann að sýna að breytinga þurfi við. Þegar stjórn ríkisútgáfunnar var fullskipuð — en það var eftir miðjan siðastliðinn vetur, þá beið hennar víð- tækt starf. 1 fyrsta lagi að gera, í samráði við fræðslumála- stjóra, skrá um þær bækur, sem lögin gera ráð fyrir að gefnar séu út og úthlutað ókeypis til skólabarna. 1 öðru lagi að taka ákvarðanir um nýjar útgáfur eða kaup á upplögum kennslubóka, sem til voru, og telja mátti not- hæfar, ýmist til bráðabirgða eða ef til vill til frambúðar. Að þessum störfum var svo gengið. Það þótti sýnt þeg- ar í stað, að ekki yrðu nein tiltök að láta semja nýjar kennslubækur, sem yrðu komnar út í upphafi þessa skóla- árs. Slikt hefði hlotið að verða óhæfilegt flaustursverk, 8

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.