Menntamál - 01.09.1937, Page 39

Menntamál - 01.09.1937, Page 39
&ENNTAMÁL 117 Institnt J. J. Rnusseau. 25 ára starfsafmæli stofnunarinnar á þessu ári. IV. I grein í siðasta hefti lýsti ég stuttlega uppruna Rousseaustofnunarinnar, markmiði og starfsháttum. Eg henti á, að hyrningarsteinn liennar væri hin sama gull- væga starfsregla og Ari fróði risti ódauðlega á skjöld sinn, að hafa það jafnan heldur, er sannara reynist. Ennfremur að Rousseau-skólinn hefði frá öndverðu verið borinn uppi af eldmóði liugsjóna og óbifanlegri trú á mátt og fegurð þeirrar bernsku, sem fær að þroskast í frelsi við eðlileg skilyrði. Þetta tvennt, vísindaleg ráð- vendni og trúin á barnseðlið, sameinast með glæsilegum árangri i smábarnaskóla Rousseau-stofnunarinnar, La Maison des Petits, enda má lil sannsvegar færa að smá- barnaskólinn sé hjarta Rousseauslofnunarinnar. Smábarnaskólinn tók til starfa árið 1913. Tvær konur veita honum forstöðu, ungfrúrnar Audemars og La- fendel. Skólann sækja börn á aldrinum 3—10 ára og jafnvel eldri. Fjöldi gesta víðsvegar að heiinsækja Maison des Petits árlega. Einn merkur uppeldisfræðingur lét svo ummælt, er hann liafði dvalið i skólanum einn dag: „Es ist ein Stiick Reich Gottes auf Erden“ Það er hluli guðsríkis á jörðu).*) Annar skólamaður lýsti smábarnaskólanum Pannig: „Hér er athugunarstöð (observatoire) bernsk- únnar, þar sem blundandi kraftar barnsins eru uppgötv- aðir og fá að þroskast".**) Flestir, sem heimsækja þenna *) P. Bovet, Vint ans de Vie. **) M. Audemars' et L. Lafendel, La Maison des Petits de l’In- shtut J. Rousseau.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.