Menntamál - 01.09.1937, Page 52

Menntamál - 01.09.1937, Page 52
130 MENNTAMÁL heimili og skóli að annast i sameiningu, en umhverfi og staðhættir allir valda þar miklum erfiðleikum og liafa skapað þessa verkaskiptingu milli skóla og heimila. 1 sveitunT iandsins er þessu öðru vísi liáttað. Farskólarnir, sem lieimivistarskólarnir munu smátt og smátt leysa af hólmi, veila hverju barni 12 vikna árlega kennslu, en heimavistarskólarnir i 16 vikur. Það er því augljósl, að fræðsla sveilabarnanna verður jöfnum höndum að fara fram í skóla og á heimilum, ef viðunandi árangurs má vænta. En reynslan licfir; því miður, orðið sú, að ])ált- töku heimilanna í fræðslunni hefir hrakað á seinni árum. Foreldrum liefir hætt við að kasta allri áhyggju, í þessu efni, á liinn slutta og ófullnægjandi starfstima skólans. Þess er heldur ekki að dyljast, að kennurum hefir hætt við, að líla smáum augum á fræðslustörf heimilanna, og það oft með réltu, en af þessu tvennu hefir samvinnan farizt fyrir og litill skilningur ríkt á báðar bliðar í þessu vanda- sama sameiginlega hlutverki skóla og heimila. Það mun mála sannast að hvorugt má án annars vera. Heimilun- um er hollt að muna það, að þau bera fyrst og fremst ábyrgð á fræðslu og uppeldi barna sinna, og að fræðsla og uppeldi á hvorki, né verður, nokkurnlíma sundurskil- ið. Fræðsla án siðgæðis-uppeldis og uppeldi án fræðslu, mun ávalt verða utan við sjálfl lífið. Oss kennurum er líka fyrir bezlu að minnast þess, að vér erum í veglegri þjónustu heimilanna, að starf vort er ekki nema hálft slarf, ef ekki ríkir samvinna og samhjálp, skóla og heimila, i fræðslu og uppeldisstarfinu. Skólar eru, á sinn hátt, neyðarráðstöfun líkt og sjúkrahús. Það rýrir á engan liátl virðingu þeirra og þeirra veglega hlutverk, heldur þvert á móti. Fegursla hugsjón þeirra á að vera, að gera sjálfa sig óþarfa, með því að vinna að menningu og þroska hvcrs einstaklings í þjóðfélaginu, styðja að sannri heim- ilismenningu, þá þarf ekki lengur að óttast um menn- ingu þjóðarheildarinnar. Ýmsar afsakanir, fyrir þessu

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.