Menntamál - 01.09.1937, Page 58

Menntamál - 01.09.1937, Page 58
136 MENNTAMÁL landsins, eiga að taka höndum saman um að hrinda þessum málum i framkvæmd; það verður hezt gert með hyggingu heimavistarskólanna og viturlegri náms- stjórn í starfi skóla og heimila. Það þykir sjálfsagt, að liafa ráðunauta og leiðbeinendur í sauðfjárrækt, garð- rækt, loðdýrarækt o. s. frv. og þykir mikils um vert, að vel farnist í þessum greinum, enda arðurinn sjáan- legur í askinum. En eru ekki yfirstandandi tímar nægi- lega alvarlegir, mistök í fræðslu- og uppeldisstarfi þjóð- arinnar svo augljós, að ástæða sé til að liefjast handa til umbóta. Kennarar, skólanefndir og foreldrar, takið þessi mál til einlægrar athugunar, og látið aldrei und- an síga í barátlu fyrir betri skilyrðum til hollara upp- eldis, hagnýtari fræðslu og aukinnar mannræktar. Kyn- slóðin, sem nú liefir ábyrgðina og stendur í miðri lifs- baráttunni, eykur bezt við vöxt sinn og hamingju með því, að skapa uppvaxandi kynslóð sem bezt skilyrði til vaxtar. Reykjanesskóla, 15. október 1937. Aðcilsieinn Eiríksson. Frá þingum kcnnara í París s.l. sumar. Ritstjóri Menntamála var fulltrúi S. í. B. á 2 þingum í Paris s.I. sumar; ennfremur mætti hann sem fulltrúi keiinslumálaráðr herrans á uppeldismálaþingi i Genf. Uppeldismálaþingið i Paris sátu 10 aðrir íslendingar. Frásagnir um þessi þing urðu að híða næsta heftis, vegna rúmleysis í þessu. Tilkynning frá stjórn S. í. B. Stjórn S. 1. B. hefir ákveðið að hafa viðtalstíma í skrifstofu samhandsins i Mjólkurfélagshúsinu, herbergjum nr. —18, á mánudögum og fimmtudögum kl. 18—19. Sími S. í. B. er 4058.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.