Menntamál - 01.09.1937, Page 63

Menntamál - 01.09.1937, Page 63
MENNTAMÁL 141 Sá skóli Dana, sem mér fannst á ýmsan hátt hera af öðrum skólum þeirra, er Duborgskólinn í Flenshorg. Eins og kunnugt er, liggur Flensborg sunnan landamæranna, í Þýzkalandi, en þar húa allmargir Danir. Öll danska þjóð- in hefir lagt metnað sinn i að gera Duborgskólann að fögru og vistlegu heimili fyrir dönsk börn í Flenshorg. Það er engu líkara en að maður sé lcominn inn i lista- verkasafn, þegar maður kemur þar inn úr dyrum. Þar getur að líta söguleg málverk, afarstór, sum mannhæðar- há, auk þess önnur smærri, þar eru likön af helztu menningarfrömuðum Dana, skáldum, stjórnmálamönn- um og vísindamönnum; þar er og einnig ágæt rannsókn- ai'stofa. En svo sá eg skýrslu frá þessum skóla viðvíkj- andi heilsufari og líkamlegum þroska barnanna og kom þar i ljós, að þriðji hluti harnanna var fyrir neðan normal þroska og holdafar. — Það er Þjóðverjum að kenna, svör- uðu Danir, er eg minntist á þetta atriði. Hvað dró þig aðallega til Suður-Jótlands? — Eg kynntist nokkrum Suður-Jótum í Höfn i fyrra- vetur og fékk áhuga fyrir þjóðernisharáttunni við landa- mærin. Komst eg svo í samband við Landamærafélag þeirra (Det unge Grænseværn), og útvegaði það mér ódýra dvöl fyrir mig og fjölskyldu mína á búgarði 3 km. norðan landamæranna. Eg brá mér svo suður yfir landa- mærin, til þess að sjá og heyra hvernig málum væri þar háttað. Eg var hjá fólki, sem stóð mjög framarlega i þjóðernisbaráttunni. — Ilvað er það sem einkennir helzt þjóðernisbaráttu Suður-Jóta? — Það er hin djúpa friðartilfinning, það er krafan um frið og krafan um réll hins smáa, um rétt einstaklings- ins; |x:ir bera sífellt kvíðboga fyrir yfirgangi hins stóra og sterka í suðrinu. Annars yrði oflangt mál að ræða um þetta hér, eg hefi líka innan skamms liugsað mér að rita um þessi mál.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.