Menntamál - 01.04.1959, Síða 9
MENNTAMÁL
3
Mjs Arnarfell.
Skipstjóri svaraði mér fljótt, tók málaleitan minni mjög
vel og kvaðst fús til þessara samskipta. Er svo ekki að orð-
lengja það, að upp frá þessu hófust milli skólans og skips-
ins samskipti, sem skapað hafa aukna tilbreytingu í
starfi skólans og verið í senn til ánægju og fróðleiks fyrir
nemendurna. Hafa samskipti þessi staðið óslitið síðan og
engin breyting á orðið, þótt skipstjóraskipti yrðu á Arnar-
felli. Guðni Jónsson, skipstjóri, hefur sýnt sama skilning
á þessu máli og fyrirrennari hans.
Samband skólans við kaupskipið Arnarfell er í stórum
dráttum eins og það, sem tíðkast í norskum skólum.
Börnin skrifa, ásamt skólastjóra, skipstjóra og skips-
höfn tvisvar á skólatímabilinu, í nóvember og marz, og
senda auk þess jólakort, sem þau búa til sjálf. Skipstjóri
eða einhver af áhöfninni skrifar svo kennurum og nem-
endum öðru hverju fróðleg fréttabréf, sem skólastjóri les
ætíð upp í öllum bekkjum, og hefur þá jafnan við höndina
kort, þar sem hægt er að sýna ferðir skipsins og viðkomu-
staði þess, sem drepið er á í bréfunum. Stundum hafa líka
fylgt bréfunum myndir til fróðleiks og skýringar.