Menntamál - 01.04.1959, Qupperneq 13
MENNTAMÁL
7
þeir séu nú orðnir fáir, sem vilja taka upp aftur það fyr-
irkomulag, sem var í þessum efnum, áður en nýju lög-
in svokölluðu gengu í gildi. En vissulega er mörgu ábóta-
vant í sambandi við samræmingu skólakerfisins í fast-
mótaða heild.
Aðgát skal þó höfð í þessum efnum. Það er alltaf nokk-
ur hætta fólgin í of mikilli samræmingu, þótt skólarnir
geti ekki án hennar verið að vissu marki. Reynslan hef-
ur t. d. sýnt, að þó nokkur hætta er á því, að unglinga-
skólarnir freistist til að sveigja skólastarfið í heild sinni
um of að landsprófsundirbúningi, til að halda leiðum nem-
enda opnum í þá átt.
Meðal þeirra atriða, sem hvað mest hefur háð eðlilegri
þróun í þessum málum, er skortur á reglugerðum, erindis-
bréfum og hentugum námsskrám. Sjálf lögin eru aðeins
rammi. Námsskrár, erindisbréf og reglugerðir eiga svo
að kveða nánar á um einstök atriði, veita aðhald og leið-
beina, svo að framkvæmdin verði sem næst því, sem andi
og bókstafur laganna ætlast til.
Því ber að fagna, að nú skuli vera hafizt handa um
endurskoðun fræðslulaganna. — Sú venja hefur skapazt
að endurskoða fræðslulögin á um það bil 10 ára fresti.
Nefna má árin 1926, 1936 og 1946 í þessu sambandi.
Og er þess nú að vænta, að reglugerðir — m. a. reglu-
gerðir um próf, sem nauðsynlega þyrftu að fela í sér
nýja skipan þeirra mála — ýmiss konar erindisbréf og
nýjar námskrár fylgi í kjölfar endurskoðunar fræðslu-
laganna. Námskrá þarf að stuðla að samræmingu skóla-
kerfisins í heild, og þarf því að endurskoðast við og við
og samtímis fyrir öll þrjú skólastigin, barna-, gagnfræða-
og menntaskólastig. Það verk er nú langt komið hvað
skyldunámið áhrærir, en ég hygg, að telja megi hæpið að
láta verulegar breytingar í þessum efnum koma til fram-
kvæmda fyrr en endurskoðun fræðslulaganna er lokið.
Samkvæmt því, sem áður er sagt, er svo til ætlazt í