Menntamál - 01.04.1959, Qupperneq 17
MENNTAMAL
11
fræðastigs skólum bæjarins. Auk þess sækja allmargir
nemendur héraðsskóla, verzlunarskóla og fleiri skóla. Ég
hygg, að 85—90% þeirra unglinga, sem luku hér unglinga-
prófi í vor haldi áfram námi í vetur. Svo ekki virðist
skólaskyldan vera unglingunum nein nauðung. Þetta er
mjög athyglisverð þróun, sem leggur okkur vaxandi skyld-
ur á herðar.
Aukin fjölbreytni i námi.
Til þess að standast unglingapróf gildir nú sú regla, að
nemandinn hafi náð a. m. k. 4 í skriflegri íslenzku, 4 í
reikningi og 4 í aðaleinkunn.
Þeir nemendur, sem ná unglingaprófi í gagnfræðastigs-
skólunum í Reykjavík, geta valið um þrjár aðalleiðir:
1) Almenna gagnfræðadeild. Hana völdu um 20% um-
sækjenda í haust. 2) Verknámsdeildir. Þar á meðal: hús-
stjórnardeild, saumadeild, trésmíðadeild, járnsmíða- og
vélvirkjadeild, sjóvinnudeild og afgreiðslu- og viðskipta-
deild. Um þessar deildir sóttu um 40% umsækjenda og
loks 8) landsprófsdeild, en um hana sóttu einnig um það
bil 40% umsækjenda.
Þessar hlutfallstölur hafa verið dálítið breytilegar frá
ári til árs. Þróunin hefur þó greinilega verið sú, að fjöldi
þeirra unglinga, sem halda áfram námi eftir að skyldu-
námi er lokið, fer vaxandi, en umsóknum um almennt
gagnfræðanám hefur fækkað tiltölulega.
Sú meginregla hefur gilt í gagnfræðastigsskólunum í
Reykjavík undanfarin ár, að veita ekki þeim unglingum
skólavist, sem hafa lægra en 5 í aðaleinkunn. Á hverju
hausti sækja þó nokkrir tugir unglinga með lægri aðal-
einkunn en 5 á unglingaprófi um inngöngu í þriðja bekk
gagnfræðastigs. — Árlega falla um 25—80% af þriðju
bekkjarnemendum í verknámi og almennu gagnfræða-
námi, og hlutfallslega fleiri af landsprófsdeildar nemend-
um ná ekki framhaldseinkunn. Það er því ljóst, að mögu-