Menntamál - 01.04.1959, Side 18
12
MENNTAMÁL
leikar þeirra, sem hafa lægri einkunn en 5,00 á unglinga-
prófi, eru að jafnaði mjög litlir, til þess að ná prófi upp
úr þriðja bekk. — í fyrrahaust var þessum getulitlu nem-
endum gefinn kostur á námi, sem skipulagt var í megin-
atriðum eins og verknámsdeild í samvinnu við Gagnfræða-
skóla verknáms og Æskulýðsráð Reykjavíkur. Nokkrir
þeirra unglinga, sem tóku þátt í þessu námi, voru svo
teknir sem nemendur í 3. bekk Gagnfræðaskóla verknáms
í vetur.
Undanfarin tvö ár hefur athyglisverð tilraun verið gerð
í einum gagnfræðaskólanum í Reykjavík. Þar var stofnsett
ein þriðjabekkjardeild fyrir 2 árum, og í fyrravetur var
starfræktur þar 3. og 4. bekkur, þar sem miðlað var hag-
nýtri fræðslu til ýmissa þjónustustarfa, svo sem skrif-
stofustarfa eða afgreiðslustarfa.
Deild þessarar tegundar á vafalaust hlutverki að gegna
ekki síður hér en hjá nágrannaþjóðum okkar, en þar er
þetta einhver vinsælasta deild hagnýta námsins. — Reynd-
in hefur einnig orðið sú, að eftirspurn eftir námi af þessu
tæi fer vaxandi, svo nú er í ráði að stofna slíka deild við
einn gagnfræðaskóla hér í bænum í viðbót í haust.
Greinilega má ráða af þessari þróun, að nýsköpun þarf
að eiga sér stað. Þeim unglingum, sem sækja um almenna
þriðjubekkjardeild, fækkar tiltölulega. Það þarf að endur-
skipuleggja námið að afloknu skyldunáminu með hliðsjón
af þróun í atvinnuháttum og þörfum þjóðfélagsins í heild,
þar sem einnig er haft í huga, að þriðjabekkjarnámið
(miðskólapróf) geti skoðast lokaþáttur í námi, eins og
sums staðar er gert og lögin frá 1946 gerðu ráð fyrir. —
í þessu sambandi má minna á það, að Iðnskólinn í Reykja-
vík hefur sett þá reglu, að þeir, sem lokið hafa miðskóla-
prófi úr þriðja bekk gagnfræðastigsskóla með tilskilinni
einkunn, öðlist inngöngu í skólann án sérstaks inntöku-
prófs.