Menntamál - 01.04.1959, Page 21
MENNTAMÁL
15
mála, eru vandamálin í meginatriðum þau sömu, eins og
vænta má.
Svíþjóð gegnir nú greinilega forystuhlutverki með-
al Norðurlandaþjóðanna í sambandi við könnun nýrra
leiða í uppeldis- og fræðslumálum. Þar er gróskan mest
og Svíar ganga vísindalega til verks. Miklum tíma og
fjármunum er eytt til að kanna nýjar leiðir, gera tilraun-
ir ýmiss konar, og er árangur þeirra hagnýttur eins fljótt
og frekast er unnt. — Markvisst er nú unnið að því stig
af stigi að byggja upp nýtt skipulag, þar sem gert er
ráð fyrir 9 ára skólaskyldu — samfelldum skóla (enhets-
skola). Nágrannaþjóðirnar — og þá sérstaklega Norð-
menn og Finnar — fylgjast af athygli með þróun þessara
mála í Svíþjóð og líkur eru til, að mjög hliðstætt skipu-
lag og það, sem nú er í uppsiglingu í Svíþjóð, verði einnig
tekið upp í Noregi og Finnlandi í framtíðinni (9 ára
skólaskylda, samfelldur skóli). — Sameiginlegur norrænn
vinnumarkaður, sem þegar er að nokkru kominn til fram-
kvæmda, og önnur náin viðskiptaleg og menningarleg
norræn samskipti gera hliðstæða þróun í skipulagi
fræðslu- og skólamála ekki aðeins æskilega, heldur nauð-
synlega. — Nýju sænsku fræðslulögin eru ekki enn þá
almennt komin til framkvæmda, en víðast hvar, þar sem
þau hafa tekið gildi í tilraunaskyni, eru yngstu nem-
endur barnastigsins (7 ára börn) látin ganga undir skóla-
þroskapróf. — í 11 ára bekkjum (5. bekk) hefst ensku-
námið. Það er ætlað öllum börnum árgangsins. Eins og
að líkum lætur, eru ýmis vandamál því samfara, m. a.
vöntun á sérmenntuðum kennurum. Það hefur einnig sýnt
sig, að nauðsynlegt er að auka móðurmálskennsluna sam-
tímis því að erlenda málið er tekið fyrir.
í 12 ára bekkjunum er nemendum og aðstandendum
þeirra miðlað yfirliti til glöggvunar um, hvernig skynsam-
legast er að færa sér í nyt þá möguleika til valfrelsis, sem
nemendur eiga kost á á gagnfræðastigi. Sem dæmi má