Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL
27
sem sú áætlun fer nærri lagi eða fjarri, mun hún verða
nógu nákvæm til þess að gera hverjum manni ljóst, hver
verðmæti kennurum eru falin til ávöxtunar. Ég hef bent
á þann þátt í starfi kennarans, sem sjaldnast er nefndur
í skálaræðum, en er þó í eðli sínu einfaldastur og auðskild-
astur þeirri öld, sem tamast er að gera hlutina til f jár. Ég
mun síðar víkja stuttlega að öðru hlutverki kennara. En
öllum mun þarft að gera sér ljóst af skrumlausri alvöru,
að nokkru muni varða mannval, menntun og aðbúnaður
þeirra verkstjóra, sem ráða að miklu daglegum störfum
fimmta til fjórða hluta landsmanna og hafa áhrif á vinnu-
brögð sérhvers barns, sérhvers þegns þjóðarinnar.
Kennarafæð í öðrurn löndum.
íslendingar eru ekki einir um kennarafæðina, og hefur
efni þetta þráfaldlega verið rætt á alþjóðasamkomum
kennara. Sérstaklega var það kannað á ráðstefnu, sem Al-
þjóðasamband kennara (WCOTP) kvaddi saman í Frank-
furt sumarið 1957. Ráðstefna þessi var undirbúin með þeim
hætti, að safnað var skýrslum frá 41 landi, þ. á m. frá
flestum Evrópulöndum, t. d. öllum Norðurlöndum. Veittu
skýrslurnar alhliða yfirlit um fræðslumál þessara landa,
en aðallega fjölluðu þær um kennaraskortinn.
Kennaraskortur er að sjálfsögðu mjög misjafn í lönd-
um, frá því að vera „lítill“ allt til þess að 50% starfandi
kennara fullnægja ekki lögfestum kröfum um undirbún-
ingsmenntun. Af 17 Evrópulöndum, sem skýrslur sendu,
er Belgía eina landið, þar sem fullmenntaðir kennarar
eru nægir, en kennaraskortur er t. d. á öllum Norðurlönd-
um, Englandi, írlandi, .Skotlandi, Frakklandi, Þýzkalandi
og Sviss, og verður að ráða þar kennara án tilskilinnar
menntunar.
í Noregi skipa1) þeir 8% af kennarastöðum við barna-
1) Miðað er við skýrslur sendar Alþjóðasambándi kennara 1957.