Menntamál - 01.04.1959, Side 34
28
MENNTAMÁL
skóla, í Svíþjóð 2%, í Finnlandi 44% við framhaldsskóla,
en hundraðstala ekki nefnd fyrir barnaskólana, engar
hundraðstölur eru heldur nefndar í Danmörku, en skortur
talinn „nokkur“, tæplega 1% í Englandi. í Bandaríkjunum
er hann mjög mikill, í Kanada 22%.
Dr. L. P. Patterson, fyrrv. formaður kennarasam-
bands Kanada, vann úr skýrslunum og flutti framsögu-
erindi á ráðstefnunni.
Ýmsar ástæður voru taldar valda lcennaraskortinum,
og fara þær helztu hér á eftir, og eru þær greindar fyrst,
er mikilvægastar þykja:
Lág laun og hörð samkeppni annarra atvinnugreina um
hæfa starfsmenn, fjölgun nemenda, lélegir kennaraskól-
ar, sinnuleysi um að laða menn að kennaranámi, ungt fólk
sælist ekki eftir kennslustarfi sakir virðingarleysis al-
mennings á því, of mikil vinna er lögð á kennara, fá tæki-
færi til aukins frama í starfinu, ýmsar pólitískar aðgerð-
ir, réttindalausum mönnum veittar stöður.
Kennaraskorturinn hefur margvísleg ahrif, bæði á skóla-
starfið, kennarana og almenning. Fara hér á eftir helztu
afbrigði þeirra.
Uppeldisstarfinu í skólunum hefur hrakað, og er það
álit tveggja þriðju hluta þeirra, er skýrslur sendu; al-
þýða manna hefur gert sér vandann ljósan að áliti þriggja
þjóða á móti hverjum tveimur, sem telja, að almenningur
geri sér enga grein fyrir málum þessum; starfssiðgæði
kennara hefur hrakað, kennarar hafa horfið frá störfum,
dregið hefur úr kröfum um undirbúningsmenntun kenn-
araefna, ýmisleg félagsleg vandamál hafa færzt í aukana.
Að sjálfsögðu hafa stjórnarvöld gripið til ýmissa ráða
til þess að leysa vandann, og eru þessi helzt:
Almennt fræðslustarf í ræðu og riti, aukin samvinna
kennarasamtaka og fræðsluyfirvalda, hækkuð laun, gerð-
ar áætlanir um kennaraþörfina og skipulega unnið að
því að laða efnilega menn að kennaranámi, hafizt hefur