Menntamál - 01.04.1959, Síða 35
menntamál
29
verið handa um að vinna gegn því, að lækkaðar væru
kröfur um menntun og mannval kennara.
Þau úrræði, sem ráðstefnan taldi, að til þyrfti að grípa
í framtíðinni, ef nægir ættu að fást kennarar, eru þessi:
Hækka þarf laun, auka virðingu stéttarinnar, fjölga
kennaraskólum og bæta þá, gera strangari kröfur um
hæfni kennara, nýta betur þá kennaraskóla, sem fyrir eru,
bæta vinnuskilyrði kennara, vandlegar skal valið úr um-
sækjendum.
En það eru ekki kennararnir einir og samtök þeirra, er
rætt hafa kennarafæðina og vandamál kennarastéttar-
innar á alþjóðaráðstefnum. Dagana 20.—31. okt. s. 1.
kvaddi Alþjóða vinnumálaskrifstofan (International
Labour Office, I. L. 0.) 18 sérfræðinga til fundar í Genf
til þess að ræða vandamál kennara. Forseti ráðstefnu
þessarar var sir Ronald Gould, en hann hefur um alllangt
skeið verið framarlega í alþjóðlegri samvinnu kennara, og
er nú forseti WCOTP. Ráðstefna þessi beindi athygli sinni
einkum að 1) félagslegum og efnahagslegum vandamál-
um í sambandi við starf kennara, 2) meginsjónarmiðum
varðandi laun kennara og 3) meginsjónarmiðum, er til
álita koma við ákvörðun aldurshámarks.
Meðal stórþjóða beinist athyglin nú að uppeldismálun-
um í vaxandi mæli, og kemur það fram með þeim hætti,
að hagsmunasamtök ýmiss konar láta mál þessi til sín
taka.
Á síðasta ársþingi sambands þýzkra kennara (AGDL)
í Miinchen var kjörorðið þetta: „Uppeldið ræður örlögum
vorum.“ Lagði þing þetta höfuðkapp á að kynna yfirvöld-
um og alþýðu örðugleika þá, er kennarar eiga við að etja,
og nauðsyn þess, að yfirvöld og aðrir aðilar skilji þarfir
skólanna og æskunnar.
Hefur starf þetta þegar borið nokkurn árangur, því að
28. nóv. s. 1. komu fulltrúar bændasamtaka, iðnrekenda
og verzlunarmanna, verkalýðssamtaka og annarra félaga,