Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL
41
ÁGÚST SIG URÐSSON:
Kveðja frá kennarafélagi Kennaraskólans.
Herra forseti Islands, herra menntamálaráðherra, herra
biskup, herra fræðslumálastjóri, herra skólastjóri, virðu-
lega samkoma! Kennarafélag Kennaraskóla Islands vill á
þessum tímamótum í sögu skólans flytja honum hugheil-
ar árnaðaróskir.
Sem inngang að afmælisóskum kennarafélagsins, vil ég
leyfa mér að minnast lítið eitt á stöðu skólans í skóla-
kerfinu og þær höfuðbreytingar, sem við teljum að gera
þurfi á fyrirkomulagi skólans, til þess að hann fái gegnt
hlutverki sínu til fulls.
Kennaraskólinn gegnir því hlutverki að undirbúa mik-
inn hluta þeirra kennara, sem starfa við skóla á skyldu-
námsstiginu, en þeir leggja grundvöllinn að menntun
þjóðarinnar.
Það er því hvort tveggja mikilsvert fyrir þjóðina, að
efnilegt ungt fólk leggi fyrir sig kennarastarf og verð-
andi kennarar fái þann undirbúning, sem beztan er hægt
að veita þeim.
Kennaraefnum er ekki nægilegt að læra það eitt,
sem þau síðar eiga að kenna, heldur þurfa þau að skyggn-
ast víðar og fá nokkra yfirsýn, þ. e. a. s. þau þurfa að
njóta þeirrar menntunar, sem á hverjum tíma má rétti-
lega kalla góða almenna menntun, (en það hugtak hlýtur
að vera breytingum háð, eftir því sem þjóðfélagsaðstæð-
ur breytast).
Hlutverk skólans hlýtur því að vera tvíþætt: Annars
vegar að veita sérmenntun og hins vegar að veita þá al-