Menntamál - 01.04.1959, Side 53
MENNTAMÁL
47
kunnugt ér, og verða frekari tilraunir gerðar í þéssu efni
við skólann. Því miður vitum við innan skólans allt of lítið
um þetta efni, er skiptir nemendurna höfuðmáli, og einn-
ig skólann, sem verður að laga sig að þeim.
5) Lestrarörðugleikar á fyrstu skólaárum og rann-
sóknir á lestrar- og skriftarnámi fyrir skólaaldur er mikil-
vægt verkefni, sem skólinn mun snúa sér að.
6) Gerðar verða tilraunir með enskukennslu á fyrstu
skólaárunum, líklega þegar í fyrsta bekk. Þær tilraunir,
sem m. a. hafa verið gerðar í æfingastöðvum hljóðfræði-
stofnana, hafa, eins og kunnugt er, lofað mjög góðu.
Kennslubók verður vitanlega ekki notuð við þessar til-
raunir.
7) Tilraun verður einnig gerð með kennslu í vélritun í
fyrstu bekkjunum til undirbúnings undir reglulegt skrift-
arnám. Eins og kunnugt er, hafa bandarískar tilraunir í
bessu efni gefið svo góðan árangur, að við viljum reyna,
hversu það gefst hjá sænskum börnum.
8) Loks er fyrirhugað að rannsaka tök á því, að efstu
bekkir samfellda skólans skiptist mjög lítið, í stað skipt-
ingar eftir námsgreinum, svo sem nú er.
Úr Skola och samhalle, hafte 5, 1958.
Þorbjörg Þóroddsdóttir
þýddi og endursagði.