Menntamál - 01.04.1959, Page 57
MENNTAMÁL
51
I þögiiinni lít ée liðin ár,
er líða af hvarmi daggartár,
— sem eru þér hclguð Anna.
Minningin um þig er svo kær,
sem ylur sólar og fjallablær.
— Þaö vil ég í kyrrþey kanna.
O, að ég gæti nú þakkað þér —
er þú varst svo glöð að hjálpa mér,
og börnin mín barst á armi.
Þú kveiktir eldinn, þú knýttir bönd
með kærleikans mjúku vinarhönd.
Nú loga þín ljós í barmi.
Hjá mömmu og bróður býr nú sorg,
borin verður hún ekki á torg,
en bænir í brjósti vakna:
að annist skaparinn, Anna mín,
um eiginmanninn og börnin þín,
er sárast af öllum sakna.
Þú fylltir sólskini Fjörð og Dal
og fögnuðinn barst í kot og sal,
en skjótlega skipast veður.
Döpur við lútum dómi þeim,
er Drottinn kallar nú barn sitt heim,
og ástvinur okkar kveður.
Nú þökkum við Guði gjafirnar
er giitrar á dýrar minningar
í ljósi liðinna stunda.
Og vonin í hryggum hjörtum skín,
við hittum þig seinna, Anna mín,
— þá göngum við glöð til funda. —
Sigrún Sigurjónsdóttir.