Menntamál - 01.04.1959, Page 61
MENNTAMÁL
55
erfiði og fyrirhöfn, ef verða mætti málefnum samtakanna
til framdráttar.
Ólafur Björnsson.
Morgunblaðið, 13. febrúar 1959.
Hann var mikill baráttumaður, skapríkur og ör í lund.
Gat verið harðsnúinn andstæðingur og sást stundum lítt
fyrir í baráttuhitanum, en var allra manna fljótastur að
rétta fram hönd til sátta. Það var í samræmi við hrein-
skilni hans og drenglund. Hann eignaðist líka marga vini,
en enga óvini, svo að ég viti.
Ingimar Jóhannesson.
Tíminn, 13. febrúar 1959.
Arngrímur hafði engan tíma til að vera að leggja fæð
á neinn. Mannást hans og ást hans á tilverunni yfirleitt
gaf honum ekkert svigrúm og ekkert tækifæri til svo
ómerkilegra hluta.
Það segir sig sjálft að auðvitað mátti eitthvað að hon-
um finna, eins og öðrum mönnum, en það, sem telja mátti
til ókosta hans, var í svo nánum tengslum við hina miklu
kosti, að án þess hefði hann ekki verið sá, sem hann var,
heldur allt annar maður. Hann var elskulegur mann-
kostamaður eins og hann var.
Stefán Jónsson.
Þjóðviljanum, 13. febrúar 1959.
Fólkið í Kennaraskólanum átti sér sína framtíðar-
drauma eins og heilbrigt æskufólk ætíð á. Arngrímur Krist-
jánsson átti sér hugsjónir og markmið, og hann lét sér
ekki nægja dagdrauma, hann þráði átök og starf. Hann
var, ef svo mætti segja, hlaðinn lífsorku, sem leitaði út-
rásar og athafna, svo að okkur hinum hæglátari og hóg-