Menntamál - 01.04.1959, Síða 72
66
MENNTAMÁL
ast mest í andstöðu við fyrra álit manns á kennslu í reikn-
ingi. Nefna má t. d. eitt dæmi: Létt margföldun.
Niðurstöðurnar af tilraununum í margföldun komu
einna mest á óvart. Áður en börn eru 10 ára og 2ja mán-
aða og fullkomlega leikin í samlagningu, geta þau ekki
skilið og munað frumatriði margföldunar. Þetta efni ætti
því ekki að leggja áherzlu á fyrr en í 4. bekk, enda þótt
nú sé venja í mörgum skólum að kenna þessa reikningsað-
ferð í 3. bekk og sums staðar meira að segja í 2. bekk.
Áhrif þessara rannsókna í Bandaríkjunum, sem hér
hefur að nokkru verið getið, gætir nú allverulega í samn-
ingu reikningsbóka og athugana á námsgetu barna hér á
Norðurlöndum, og ekki hvað minnst í Svíþjóð, eftir því
sem mér er kunnugt.
Ýmiss konar rannsóknir þessu viðkomandi eru nú fram-
kvæmdar á Norðurlöndum. T. d. Fritz Wigfors1) hefur í
Svíþjóð 1942 rannsakað 784 byrjendur í skóla með til-
liti til reikningskunnáttu þeirra, er skólagangan hefst.
Skólasálfræðingarnir dönsku C. A. Hþeg Larsen og Ric-
hard Pedersen2) hafa og gert ýmsar rannsóknir í þessu
efni.
Niðurstöður þessara rannsókna bæði þeirra dönsku
og sænsku sýndu, að kröfurnar í reikningi í fyrsta bekk,
samkvæmt námsskránni, yrði að minnka, og breyta þyrfti
allverulega námsefni á ýmsum öðrum sviðum viðkomandi
reikningskennslunni.
Reikningspróf á eldri nemendum, sem framkvæmd hafa
verið á Norðurlöndum, sýna oft mjög litla leikni og lítinn
skilning á einföldustu töluhugtökum. Talið er að orsök-
in sé oft sú, að í byrjunarkennslunni hafi verið farið of
1) Fritz Wigfors: Barnens fárdighet i rákning ved skolgángens
början.
2) C. A. H0eg Larsen og Richard Pedersen: Orienteringspröver
og standpunktspröver.