Menntamál - 01.04.1959, Page 74
68
MENNTAM4L
RANNVEIG LÖVE:
Tornæmu börnin.
Fréttir af starfinu i Reykjavík.
Starf Magnúsar Magnússonar.
Síðastliðinn vetur starfaði Magnús Magnússon, kenn-
ari við Miðbæjarskólann, að kennslu afbrigðilegra barna
á aldrinum 8—9 ára, en einmitt um þær mundir var ákveð-
ið að hefja slíka kennslu með einum bekk í hverjum skóla
til að byrja með. Hafði hann með kennurum þessara barna
eins konar námskeið, eins og hann orðar það sjálfur.
Flutti hann fyrst nokkra fyrirlestra, en námskeiðinu lauk
með því, að þátttakendur mynduðu með sér samtals- eða
umræðuhring, þar sem þeir ræddu m. a. vandamál starfs-
ins á því stigi, sem þeir voru þá staddir. Ákveðið var
fyrirfram, hvað rætt skyldi hverju sinni. Á þessum fund-
um komu fram ýmis sjónarmið og reynsla, sem allir við-
staddir gátu eitthvað af lært. Telur Magnús,' að þetta
frjálsa form á fræðsluhring, þar sem allir gerast kenn-
arar jafnt og nemendur, gefi mjög góðan árangur. Það
orki hvetjandi, auki skilning og bæti starfshæfni kennar-
ans á margan hátt. Kennarar þeir, sem sóttu námskeiðið,
voru mjög ánægðir og sammála Magnúsi um ágæti fyrir-
komulagsins.
Nýtt námskeið.
í september s. 1. var haldið annað námskeið í kennslu
tornæmra barna. í undirbúningsnefnd voru þeir Pálmi
Jósefsson, Þórður Kristjánsson og Magnús Magnússon.
Fór námskeiðið fram í Miðbæjarskólanum, og sóttu það
tveir kennarar frá hverjum skóla bæjarins. Hafði Magn-
ús Magnússon sýnikennslu á hverjum morgni, ennfremur