Menntamál - 01.04.1959, Síða 81
MENNTAMÁL
75
bæði af skólahúsum og störfum nemenda og kennara. Er
skýrslan glöggt dæmi um f jölbreytnina í nútímaskólum.
Af skýrslunni verður næsta ljóst, hvað gert er í skólum
bæjarins. Menntamálum þótti hlýða að hitta Jónas B.
Jónsson fræðslustjóra að máli, bæði til að þakka hon-
um forgöngu um að taka skýrslu þessa saman og birta síð-
an, en einnig til þess að spyrja hann ýmissa spurninga,
sem hlutu að vakna við lestur skýrslunnar.
Svo sem lesendum Menntamála er kunnugt, er sú spurn-
ing nú ofarlega í hugum margra kennara, hvort draga
skuli úr heimanámi barna, og flutti formaður S. í. B.
Gunnar Guðmundsson erindi um það á síðasta fulltrúa-
þingi. Þar eð kennarasamtökin tóku málið upp með þess-
um hætti, þótti mér hlýða að spyrja fræðslustjórann:
Er æskilegt að draga úr heimanámi í yngri bekkjum
barnaskóla ?
Raunsæismaðurinn verður að gæta sín og gera full skil
á því, sem æskilegt er og hinu, sem framkvæmanlegt er.
Ógerlegt mun vera að draga úr heimanámi án þess að
lengja daglegan skólatíma, en á því eru margs konar
vandkvæði, og ber þá fyrst að nefna húsnæðisskort og
fjölgun kennara.
Þá skiptir líka miklu máli, hvers eðlis heimavinnan er,
og henni verða jafnan takmörk sett af getu nemandans,
þekkingu og hæfileikum, á hverjum tíma. Ef nemandi
ræður ekki við heimanámið, er verr farið en ógert sé. Segj-
um t. d. að sett sé fyrir í reikningi og barnið hafi ekki
fullt vald á aðferðinni og reiknar síðan öll dæmin rangt.
Þá hefur það helzt unnizt, að barnið festir með sér röngu
aðferðina og þarf síðan drjúgan tíma og þjálfun til að
losna úr klóm hennar.
En í heild sinni tel ég æskilegt, að börn í þremur yngstu
aldursflokkum skyldunámsins væru lengur í skólunum dag-
lega, en hefðu enga heimavinnu.
Er æskilegt að setja fyrir undir frídaga?