Menntamál - 01.04.1959, Page 84
78
MENNTAMÁL
Þú sóttir fund um skólamál í Kaupmannahöfn í sumar?
Já, ég sótti fund fræðslustjóra í höfuðborgum Norður-
landa. Þess kyns fundir hafa verið annað slagið s. 1. 20
ár, og verður sá næsti í Reykjavík á sumri komanda.
Munu þeir verða árlega framvegis, en þetta var í annað
sinn, að íslendingar tóku þátt í fræðslustjórafundi, en
fyrst vorum við með í Stokkhólmi 1956.
Hver eru viðfangsefni þessara funda?
Markmið fræðslustjóranna er að bera saman bækur sín-
ar og ræða þau vandamál, sem efst eru á baugi hverju
sinni. Á síðasta fundi var t. d. aðallega rætt um byggingar-
málin, skortur á skólahúsum er eitt mesta vandamál sem
fræðsluvöld eiga við að etja um allar jarðir.
Hver er helzta stefna um gerð slcólahúsa um þessar
mundir?
Stór skólastofa mun vera höfuðeinkenni á nýtízku skól-
um. Stór skólastofa veitir miklu meira svigrúm til fjöl-
þættra starfa en lítil stofa, og það reynist miklu auðveld-
ara að halda uppi góðum aga, góðu vinnusiðgæði, í stórri
stofu en lítilli, en margir trúðu því að óreyndu, að þessu
myndi öfugt farið.
Ég er sama sinnis og fræðslustjóri um þetta efni. Og
verður ekki fleira sagt af spjalli okkar.
Br. J.