Menntamál - 01.04.1959, Qupperneq 85
MENNTAMÁL
79
GUÐMUNDUR ÞORLÁKSSON:
Námskeið framhaldsskólakennara
haustið 1958.
Á aðalfundi Félags gagnfræðaskólakennara í Rvík 1957
vakti formaður félagsins, Friðbjörn Benónýsson kennari,
máls á því, að nauðsynlegt væri að stofna til námskeiðs
fyrir starfandi kennara við gagnfræðaskóla í Rvík. Málið
fékk góðar undirtektir. Leitað var samstarfs við Land-
samband framhaldsskólakennara, og tókst samvinna með
félögunum um að hrinda máli þessu í framkvæmd haustið
1958. Nefnd var falið að sjá um undirbúning að nám-
skeiðinu, og áttu sæti í henni Haraldur Magnússon, Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar, Ragnar Georgsson, skólastjóri,
Réttarholtskóla, og Guðmundur Þorláksson, Gagnfræða-
skólanum við Vonarstræti, og var síðastnefndur formaður
nefndarinnar og veitti síðan námskeiðinu forstöðu, þegar
af því varð. —
Hér má skjóta því inn, að oft áður hafa kennarar talað
um nauðsyn þess að efnt væri til námskeiða. Hafa þeir
ótvírætt látið í það skína, að hin gömlu sannindi „að
manninum miðar, annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð
á leið,“ eigi engu síður við kennara en aðra, enda sé
það víða viðurkennt utan okkar ágæta lands. Má marka
það af því, að sums staðar er það skilyrði fyrir launa-
hækkun eða veitingu betri og ábyrgðarmeiri starfa, að
kennarar leggi fram skilríki fyrir því, að þeir hafi sótt
reglulega námskeið eða á annan hátt bætt starfshæfni
sína og þekkingu. Hérlendis er undirbúningur kennara
til starfa mjög misjafn og þess vegna augljóst, að þörf