Menntamál - 01.04.1959, Side 93
MENNTAMÁL
87
Frá vin.itri: Heikhi Hosia, menntamálaráðherra Finnlands, Itagnar
Edenman, menntamálaráðherra Sviþjóðar, Birger Bergersen, mennta-
málaráðherra Noregs, Jörgen Jörgensen, menntamálaráðherra Dan-
merkur, og Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri.
mæðrafræðslu fyrir Norðurlöndin öll, er tryggi tilsvarandi
menntun á því sviði og tíðkast í þeim greinum, sem kennd-
ar eru við háskóla. Var ákveðið að koma á fót nefnd til að
athuga þetta mál nánar og gera tillögur um samræming
þeirrar kennslu, sem nú fer fram. Að því er ísland varðar,
er gert ráð fyrir, að nemendur héðan hafi aðgang að hin-
um norræna húsmæðraháskóla, án þess að því fylgi nokkr-
ar sérstakar skuldbindingar af landsins hálfu.
Þá var rætt um bygging sameiginlegrar listsýningar-
hallar í Feneyjum fyrir Norðurlöndin, en þar efna margar
þjóðir til myndlistarsýninga á sérstöku svæði í útjaðri
borgarinnar, og hafa sumar byggt sér sýningarskála,
þeirra á meðal Danmörk. Einnig á Finnland þarna lítinn
bráðabirgðaskála. Hins vegar eru margar þjóðir, stórar
og smáar, sem fá sýningarsali að láni. Kostnaðurinn við
að sýna þannig er einkum fólginn í því að senda sýning-