Menntamál - 01.04.1959, Page 98
92
MENNTAMÁL
JÓN KRISTGEIRSSON:
Húsnæði og hækkun árgjalds.
Löngum hefur það verið hugsjón kennarasamtakanna að
eignast húsaskjól yfir starfsemi sína, — raunar fjarstæð
draumsýn, sem mörgum þótti harla litlar líkur til að gæti
orðið að veruleika. Húsnæðisleysingi er umkomulaus. Leigj-
andi er öðrum háður og á sífellda flutninga yfir höfði sér.
Leigufé hans er oft glatað fé og felur ekki í sér framtíðar-
lausn fyrir hann. S. 1. B. hefur ætíð verið á hálfgerðum
hrakhólum með húsnæði. Eignir og gögn þess hafa því ver-
ið á tvístringi og sumt farið forgörðum. Þetta hefur verið
hemill á félagsstarfseminni og hindrað, að samtökin eign-
uðust og hefðu handbær ýmis gögn og nauðsynjar, sem eru
óhjákvæmileg fyrir félagsstörf. Takmarkið hlaut því að
vera, að eignast sitt eigið skýli.
Þá gerist það á fulltrúaþingi 1956, að formaður f járhags-
nefndar þingsins, Sigfús Sigmundsson, orðfærir í fram-
söguræðu, hvort ekki væri unnt að verja peningaeign Sam-
bandsins, um 120 þús. kr., til að eignast húsnæði. Ekkert
var frekar um þetta rætt þá, og mun flestum hafa þótt
þetta fjarlægt takmark, en hin nýkjörna stjórn S. í. B.
stakk þessu niður hjá sér. Síðan var oft minnzt á málið
innan stjórnarinnar.
Loks í október 1957 var kjörin húsnefnd úr hópi stjórnar-
manna til að sannreyna, hvað hægt væri að gera í málinu
og að annast um framkvæmdir, ef fært þætti. Þessir hlutu
sæti í nefndinni: Ingi Kristinsson, Þórður Kristjánsson
og undirritaður, er var formaður hennar.
Fyrst var að finna fjárhagsgrundvöll. í upphafi mun