Menntamál - 01.04.1959, Page 100
94
MENNTAMÁL
gjald félaganna upp í 250,00 kr.. Á þann hátt er fjárhagn-
um vel borgið. Og mun margur telja þannig vel sloppið við
bónbjargir og betlistarf.
Rétt er að geta þess skemmtilega atviks 1 þessu sambandi,
að tveir fulltrúar, þeir Eyþór Þórðarson frá Norðfirði og
Friðbjörn Gunnlaugsson frá Patreksfiði, báru fram tillögu
um, að árgjaldið yrði 500,00 kr. Þótt þessi tillaga hefði ekki
fylgi á fundinum, ber hún ótvírætt vott um djarfhug og
fórnarlund kennara úti á landsbyggðinni og að þeir ætlast
til þjónustu frá hendi Sambandsins og eru ekki smeykir
við að láta eitthvað af hendi til að svo geti orðið.
Sambandsstjórn hefur nú flutt starfsemi sína í hin nýju
húsakynni, og er verið að búa sum herbergin þar að hús-
gögnum í því skyni.
Sá galli er á, að vegna þess að hér er um íbúð að ræða,
verður að leigja í það minnsta hluta hennar til íbúðar. Er
það dálítið hvimleitt. Löggjafarþing og landsstjórn hafa
látið undir höfuð leggjast að veita okkur óskoraðan afnota-
rétt húsnæðisins, enda þótt öðrum félagasamtökum hafi
verið veitt sams konar leyfi.
Hins vegar er ekki vert að örvænta. Með vaxandi menn-
ingu og auknu tápi stjórnarvalda mun S. -1. B. hljóta full
ráð á húsnæði sínu.