Menntamál - 01.04.1959, Síða 107
MENNTAMÁL
101
SITT AF HVERJU.
Rádstefna IFTA i Paris 26.-29. júli n.k.
26.-29. júlí n.k. verður ársþing Alþjóðasambands kennarasamtaka
(international Federation o£ Teachers Associations).
Viðfangsefni fundarins verða:
1. Nattúrufræðikennsla á skyldunámsstigi.
2- Kynni kennara af framlagi ýmissa þjóða til menningarinnar.
Þingtími er þannig valinn, að fulltrúar geta sótt þing Alþjóðasam-
bands kennara (WCOPT) í Washington strax að þessu þingi loknu.
Stjórn IFTA mælist til þess við félög sín, að vel verði tekið fyrir-
spurnum, sem fram verða lagðar í samráði við landssamband franskra
kennara um „skipulag skólaársins og leyfi í skólum". Niðurstöður verða
síðar sendar til félaganna.
Sálfrccðiþjónusta i skólum.
Sálfraeðileg þjónusta tekur nú örri þróun í norskum skólum. Á s. 1.
ári tvöfaldaðist fjöldi þeirra stofnana, er slíkum störfum gegna. Þessu
veldur vaxandi skilningur kennara og yfirvalda á mikilvægi þessa
starfs. Heimild: Nord. Psykologi, nr. 6, 1958, bls. 293.
Þær fræðslumálastjórnir eru sælar, er telja sig geta bjargast sóma-
samlega án þess að þurfa á áður nefndri þjónustu að halda. Ætli nem-
endurnir séu allir eins sælir?
Kit send Menntamálum.
Menntamálum liefur borizt blað Bindindisfélags íslenzkra kennara,
Magni, 1. tbl., 1. árg. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Hannes J. Magnús-
son. Auk hans skrifa í blaðið Eiríkur Sigurðsson, Jóhannes Óli Sæ-
mundsson og Sigurður Gunnarsson.
I ávarpi segir ritstjórinn m. a.:
Pað vakti meðal annars fyrir stofnendum, að með . . . samtökum
myndi vera auðveldara að koma bindindisfrœðslunni í fastara horf í
skólunum en verið hefur. En þótt frœðslan um skaðsemi áfengis og tó-
baks sé engan veginn eina leiðin til að ala upþ bindindissama kynslóð,
er hún þar svo mihilvœgur þáttur, að hana má ekki vanrœkja i skólun-
um.