Menntamál - 01.04.1959, Síða 109
MENNTAMÁL
103
Dýrafrœði lianda framhaldsskólum, 5. útgáfa. Guðmundur Kjartans-
son jarðfræðingur annaðist útgáfu bókarinnar og gerði á henni tals-
verðar breytingar. Ýmsum dýrategundum liefur verið sleppt og mörg
smáatriði felld niður, en önnur tekin í staðinn. Sumir kaflarnir eru
að miklu leyti endursamdir og flestir styttri en áður. Margar nýjar
myndir eru í bókinni. M. a. hefur verið bætt í hana 8 teikningum
eftir Höskuld Björnsson listmálara.
íslandssaga 1S7-I-I9-I-I, eftir Þorstein M. Jónsson, fyrrverandi gagn-
íræðaskólastjóra. Bókin er 72 bls., prýdd rúmlega 50 myndum og teikn-
ingum. Höfundur skiptir efninu í fjóra aðalkafla, er nefnast: Lands-
höfðingjatímabilið, Heimastjórnartímabilið, ísland fullvalda ríki og
Nokkrir menningarþættir.
í þessari litlu bók er mikinn fróðleik að finna. Höfundur rekur að-
alþættina í stjórnarfarslegri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar frá þeim
tíma, er Alþingi fékk fjárforræði og löggjafarvald um sérmál íslend-
inga, og þar til landið verður lýðveldi. Þá segir hann frá þjóðlífshátt-
um og breytingunt á þeim, samgöngumálum, atvinnumálum, lielztu
náttúruhamförum, fólksflutningum til Aineríku, ýmsum menningar-
og félagsmálum, nokkrum helztu athafnamönnum og stjórnmálafor-
ingjum, og einnig helztn vísindamönnum, rithöfundum og listamönn-
um.
Skólasafn.
Stjórn Ríkisútgáfu námsbóka ákvað haustið 1957 að koma upp
á næstu árum safni kennslubóka og ýmissa kennsluáhalda, eins konar
skólasafni. I safninu eiga að vera bæði innlendar kennslubækur, gaml-
ar og nýjar, og erlendar bækur eftir því sem föng verða á.
Nú þegar liefur verið safnað allmiklu af kennslubókum, og liafa
útgáfunni borizt sumar þeirra ókeypis.
Nýlega barst útgáfunni að gjöf stórt safn bandarískra bóka frá
Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna hér. í safni þessu eru alls um 370
bækur, bæði almennar kennslubækur og ýmis uppeldisfræðileg rit. M.
a. eru þarna kennslubækur í sögu, reikuingi, skrift, söng, ensku, félags-
fræði, heilsufræði, náttúrufræði og landafræði.
Markmið ríkisútgáfunnar með hinu fyrirhugaða skólasafni er að
sjálfsögðu fyrst og fremst að hafa það til sýnis fyrir kennara og aðra
áhugamenn um kennslumál. Enn hefur þó ríkisútgáfan ekki húsnæði
eða fjárráð til að hafa safnið til sýnis. En það mun verða gert eins
fljótt og ástæðnr leyfa.