Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 26
Meginástæðan til endurskoðunar lífíræði-
kennslunnar er ]jó engan veginn, að þekkingar-
atriði kennslubókanna standast ekki í Ijósi nýrr-
ar þekkingar. Úr ]iví mætti bæta á tiltölulega
einfaldan hátt með því að umskrifa viðeigandi
hluta námsbókanna. En meðal ýmissa þjóða, þar
sem völ hefur verið á nýlegum kennslubókum,
í þokkalegu samræmi um innihald við það sem
menn vita réttast, hefur verið talin þörf gagn-
gerra breytinga á námsefni og kennsluháttum í
líffræði og raunar hvers kyns náttúrufræði. Ýmis
hrein kunnáttuatriði liafa orðið að víkja af náms-
skrá skólanna, enda viðbúið að þau verði úrelt
á skömmum tíma, auk þess sem náttúrufræðileg
þekking manna er löngu orðin svo fyrirferðar-
mikil, að jafnvel langskólagengnir vísindamenn
hafa ekki yfirlit um hana nema á þröngu sviði.
I>ar sem náttúrufræðikennsla er nú bezt, er lögð
áherzla á atriði, sem stuðla að skilningi á grund-
vallarhugtökum þeirra vísinda, sem um er fjall-
að. Miklu þykir og skipta, að hver nemandi taki
virkan þátt í náminu, að tilraunir og sjálfstæðar
athuganir komi í stað óvirkrar viðtöku þekk-
ingar.
Sú námsefnisendurskoðun í líffræði, sem lengst
mun nú á veg komin og mest áhrif hefur trú-
lega haft, er bandaríska BSCS-áætlunin. Skamm-
stöfunin stendur fyrir Biological Sciences Curri-
culum Study, sem er stofnun, er um alllangt
skeið hefur starfað að nýsköpun námsefnis í
h'ffræði í Bandaríkjunum, með útgáfu kennslu-
bóka, tilraunalýsinga, kennarahandbóka, viðbót-
arlesefnis handa áhugasömum og þroskuðum
nemendum m. m. í Bretlandi sér Nuffield-stofn-
unin um samsvarandi endurskoðun námsefnis og
kennslu í líffræði — og raunar í fleiri náttúru-
fræðigreinum. Þessi endurskoðun er nokkru yngri
en BSCS-áætlunin, en einnig vel unnin og langt
komin.
En þótt vitlegt sé og sjálfsagt að styðjast við
erlenda reynslu í líffræðiendurskoðun á íslandi,
er ekki hægt að þýða erlent námsefni óbreytt á
íslenzku. Ein ástæða þessa er vitanlega mismun-
ur í skólakerfi, en þessi munur mun vera ein
meginástæða þess, að ekki þótti vert að þýða
neitt erlent kennslukerfi í þeirri endurskoðun
eðlis- og efnaíræðikennslu, sem nú stendur ylir.
En vandi líffræðinnar er þarna meiri. Formaður
BSCS-stofnunarinnar bandarísku hefur sagt á ]já
leið, að jafnfráleitt sé að ætla ungum nemend-
um að kynnast lifandi náttúru af lýsingum á
ókunnu, erlendu dýra- og plöntulífi, eins og að
kenna þeim um einhyrninga, dreka og viðlíka
fabúlukykvendi. Þar sem BSCS-kerfið hefur verið
tekið upp utan Bandaríkjanna, hefur líka átt
sér stað veruleg umskrifun á hlutum námsefnis-
ins.
Rétt er að hugsa hér til eins atriðis, sem að
verulegu leyti er enn óleyst hér á landi, og varð-
ar raunar ekki aðeins endurskoðun líffræði-
kennslu, heldur alla skipan skérlakerfisins, ]rar
sem er mismunandi geta og [jroski nemenda til
náms. f nefndarálitinu segir um þetta efni: „Gera
verður ráð fyrir því við samningu námsskrár og
kennslubóka, og sérlega þó við þjálfun kennara
og samningu kennarahandbóka, að hægt sé að
kenna námsefnið mishratt og misítarlega eftir
Jjroska nemenda. Sjá verður óvenju þroskuðmn
og áhugasömum nemendum fyrir námsefni við
þeirra hæfi, en ekki er síður mikilvægt, að náms-
efnið sé þannig skipulagt, að hægt sé að kenna
það lakari nemetidum án þess starfsgetu þeirra
og námshæfileikum sé ofboðið."
Skipta má meginverkefnum við endurskoðun
líffræðikennslunnar í þrjá flokka:
(1) Samning nýs lesefnis nemenda: námsbóka,
leiðbeininga um verklegar æfingar og vett-
vangsnám; og val og útvegun nauðsynlegra
kennslutækja.
(2) Þjálfun starfandi kennara með námskeið-
um og með námsstjórn; útgáfa kennarahand-
bóka eða annarra kennslvdeiðbeininga.
(3) Trygging þess, að kennarar, sem braut-
skrást lramvegis frá Kennaraskóla íslands og
Háskóla íslands með réttindi til hffræði-
kennslu, hafi vald á meðferð nýs námsefnis.
Ekki er gert ráð fyrir teljandi breytingum á þeim
námstíma, sem líffræði er ætlaður á námsskrá.
í barnaskólum verða hffræði og eðlis- og efna-
fræði kenndar sem ein námsgrein, náttúrufræði,
en í gagnfræðaskólum (eða eftir 6. bekk grunn-
skólans) skiptast greinarnar, m. a. vegna mismun-
MENNTAMÁL
20