Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 60

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 60
ÞÆTTIR UM UPPELDISMAL ♦ ♦------------—------------- Síðan í ársbyrjun 1970 hefur í útvarpinu verið fluttur vikulegur þáttur um uppeldismál í umsjá Gyðu Ragnarsdóttur, Margrétar Mar- geirsdóttur og Pálínu Jónsdóttur. Efni þessa þáttar er jafnan áhugavert fyrir lesendur Menntamála, og er ætlunin að birta hér öðru ♦——— ---------------------♦ Gyifi Ásmundsson: Afbrýðisemi barna Fyrsta barn foreldra sinna nýtur undir eðlilegum kringumstæðum óskiptrar athygli og ástar foreldra sinna. Það er því sízt að undra, þótt það fyllist kvíða og óöryggi, þegar systkini kemur f heiminn, og þarf að deila með því þeim tilfinningalegu Iffsnauðsynjum, sem það átti áður óskiptar. Ekki aðeins deila þeim með systkini sínu, heldur öllu líklegar að hverfa í skugg- ann af því, verða afskipt, finna sér jafnvel ofaukið. Barnið snýst óhjákvæmilega gegn þessari cgnun við að- ----------------------------------------♦ hverju erindi, sem ffutt hafa verið í þættinum. Tvö þessara erinda hafa þegar birzt í 4. hefti Menntamála 1971: Vasapeningar barna eftir Kristin Björnsson, sálfræðing, og Börn á sjúkrahúsi eftir Ólaf Stephensen, lækni — en þar láðist að geta um uppruna þeirra. stöðu sína. Það reynir að ráða fram úr þessum vanda með þeim viðbrögðum, sem því eru tiltæk og eðlileg. Þessi viðbrögð eru harla mismunandi, stundum bláber fjand- skapur út í systkinið. Barnið lætur opinskátt i Ijós í orði og gerðum, að því finnst systkinið fá meira eða að það sé meira gert fyrir það. Barnið reiðist, grætur eða fer í fýlu, ef yngra barnið fær eitthvað, sem það sjálft fær ekki. Reiðin getur ekki síður beinzt gegn foreldr- unum, öðru eða báðum eftir atvikum. En ástæðan er augljós. Barnið er afbrýðisamt út í yngra systkini sitt. En afbrýðisemi kemur ekki alltaf svo beint fram, kannske sjaldnast, og foreldrar gera sér oft og einatt ekki grein íyrir því, að ýmis viðbrögð barns eigi rætur að rekja til afbrýðisemi, sjá ekki samhengið á milli at- ferlis barnsins og þeirra tilfinninga, sem það ber til yngra systkinis síns. Margir foreldrar verða aldrei varir við afbrýðisemi hjá börnum sínum. Sumir segja gjarnan: hann eða hún hefur enga ástæðu til að vera afbrýðisöm. Við gerum aldrei upp á milli barnanna. Hið síðarnefnda kann að vera rétt, foreldrar gera sjaldnast vísvitandi upp á milli barna sinna. Þau miðla þeim af ást sinni og ytri lífsgæðum, eins og þeim finnst réttast og sann- gjarnast. En tilfinningar þarnsins byggjast ekki á hlut- lægu mati á því hvað sé rétt og sanngjarnt. Raunveru- leiki barnsins er annar en hinna fullorðnu, persónulegri, tilfinningalegri. Öll börn hafa ástæðu til að vera af- brýðisöm, þótt sú ástæða kunni ekki alltaf að vera tekin góð og gild, sé hún aðeins metin eftir ytri atvikum. Ástæðan er tilfinningalegs eðlis. Öll börn eru reyndar einhvern tíma afbrýðisöm, ef við lítum á afbrýðisemi sem þá tilfinningu, sem rís af þvi, að til kemur keppi- nautur um þessa grundvallarþörf barnsins, ást foreldra sinna. MENNTAMÁL 54 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.