Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 36
málskennslan verði þroskandi ail í mótunarsögu hvers einstaks nemanda. Tilgangur málnotkunar er einkum að tjá og miðla reynslu. í því viðhorfi til móðurmálsins, sem í'yrst var getið hér að framan, er sá tilgang- ur óbeinn og lídlvægur, þar sem áherzla er þar lögð fyrst og fremst á form, en ekki efni. í því viðhorfi, sem næst var lýst, er sá megintilgangur ekki heldur ýkja fyrirferðarmikill; bókmennta- kennslu samkvæmt því viðhorfi má líkja við ein- stefnuakstur; nemendur skulu vera lesendur og þiggjendur, að þeir geti einnig verið þátttak- endur eða veitendur, kemur vart til greina. Hvorugt þessara viðhorfa er í nánum tengslum við málið sem atferii, sem flestir iðka daglega nærfellt frá vöggu til graíar. Þegar við tjáum reynslu okkar og miðlum öðr- um af henni með eigin orðum, skýrum við jafn- framt þá sömu reynslu fyrir okkur sjálfum, ger- um hana raunverulegri og áþreifanlegri með mótunarmætti orðanna. í kennslustofunni ættu nemendur að fá tækifæri til að deila reynslu sinni með öðrum, að tala um fólk og atburði úr eigin umhverfi, að kynnast ýmsu nýju til að ræða um og rita og tengja eigin heimi og njóta þess, sem í því felst. Hér eru rétt valdar bók- menntir sá reynslusjóður, sem aldrei Jjrýtur; öllu varðar, að nemendurnir geti sjálfir eignað sér þá reynslu, sem J^ar er að finna, og aukið henni þannig við eigin reynsluveröld. Hið „nýja“ viðhorf til málsins er J)annig í Jrví fólgið að líta á málið fyrst og fremst sem atferli, en ekki inntak, sem unnt sé að skammta af og setja fyrir til náms. Máttur málsins er slík- ur, að hann gefur brotum og óskapnaði veru- leikans merkingu og reglu. Ný reynsla, nýr veru- leiki, gerir sífellt nýjar kröfur til málsins og getu okkar að færa okkur Jrað í nyt; ef við bregðumst ekki einmitt þannig við, bíður okkar stöðnun og andlegur stjarfi. Móðurmálskennurum ber því að stuðla að virkri málnotkun nemenda sinna í beinum tengslum við Jæirra eigin reynsluveröld og allt það, sem þeim er nýtt og forvitnilegt. Þannig leggja þeir sinn skerf til að efla J)roska Jjeirra og lífsfyllingu. Mál er atferli og hlýtur J)ví að hafa sérstöðu sem námsgrein. Flestar námsgreinar hafa eitt- hvert efni eða inntak, sem unnt er að kenna og nema. Um móðurmálið er þessu farið á annan veg. Nemendurnir kunna málið nú Jjegar, J)að er ])eirra móðurmál. Fræðsla um málið er Jjví ekki kennsla í málinu. Þeim tíma, sem varið er til að fjalla um málið sem inntak námsins kann að vera vel eða rniður vel varið eftir atvikum, en Jsað er ekki slík fræðsla, sem nemendurnir Jjarfnast mest. Það sem kennarinn getur sagt þeim uui málið, mun að líkindum lítil sem eng- in áhrif hafa á máblotkun Jreirra. PUutverk móðurmálskennarans er eðlisskyldara hlutverki íjnóttakennarans en t. d. eðlisfræði- eða landa- fræðikennarans. Fræðsla íþróttakennarans um íjjróttir getur verið athyglisverð í sjálfu sér, en hún dregur skammt til að auka fimi okkar og líkamsþrótt. Við lærum að synda i vatni, ekki í skólastofu. Með svipuðum hætti lærum við að tala og rita móðurmálið með því að nota það daglega í fullu samhengi og við margbreytilegar aðstæður. Ef móðurmálskennarar taka ekki fullt tillit til þessarar staðreyndar, er hætt við að kennsla Jreirra verði árangursminni en skyldi. Alkunnug er sundurliðun íslenzkunámsins í af- markaða ])ætti: málfræði, bókmenntir, stafsetn- ingu, ritæfingar o. s. frv. Slík sundurgreining felur í sér Jrá hættu, að liver einstakur þáttur einangrist og heildarsýn yfir námið verði óljós. Hverjum Jrætti er ])á venjulega ætlað sérstakt rúm á stundaskrá íslenzkunnar. Þegar slíkri sund- urliðun námsins er fylgt til hins ýtrasta, verður sértekning hvers þáttar slík, að hann rofnar auð- veldlega úr tengslum við heildarveruleik máls- ins. Það viðhorf, að móðurmálsnámið beri frem- ur að skoða sem heildrænt atferli en margskipt, ætti að liafa meiri áhrif á kennsluhætti í móður- málstímum skólanna en nú er. Ef kennari sér möguleika á leikrænni tjáningu t. d. við lestur ljóðs, ef nemendur sýna umræðuefni svo mikinn áhuga, að J)eir eru reiðubúnir að skrifa um það án tafar, örvar heildrænt viðhorf til námsins ein- mitt til slíkrar yfirfærslu. Yfirbragð kennslu- stundanna verður þannig ekki eins mótað, hátt- ur kennslunnar verður frjálsari og virkari, námið lagast fremur eftir aðstæðum en fyrirmælum og MENNTAMÁL 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.