Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 24
kennslu lýkur og þar til kennsla hefst, hefur verið allt of naumur, þegar sækja þarf marga hluti til annarra landa. Þá gildir það einnig um allmarga skóla, að pöntun hefur dregizt úr hófi, og hefur viðleitnin til að sinna þeim einnig valdið ýmsum aukatöfum. Ríkisútgáfa námsbóka og Skólavörubúðin hafa séð um alla útgáfu og tækjaöflun; hefur samvinna við jtessa aðila verið mjög góð, og hafa þeir reynt að flýta og greiða fyrir framkvæmd þessa verks, oft við hinar erfið- ustu aðstæður. En hvað um gæði sjálfs námsefnisins? Vankant- ar þar munu að sjálfsögðu geta haft miklu lang- vinnari og alvarlegri afleiðingar en mistök í tækjakaupum eða seinkun á bók. í áætiuninni er gert ráð fyrir, að nýja námsefnið verði endur- skoðað árið 1973, en þá verður kornin tveggja til þriggja ára reynsla á flesta þætti þess. Akvæð- in um endurskoðun námsefnisins eru mjög mikil- væg, og hafa þau gefið okkur, sem að námsefn- inu höfum unnið, ómetanlegt svigrúm til að reyna hugmyndir, sem ekki voru fullkannaðar, og eins hafa þau lctt á hugarangri höfunda í sambandi við hinn skamma tíma, sem er á milli tilraunakennslu og fyrstu alniennu útgáfu. Segja má því, að hin almenna kennsla, sem nú fer fram, sé eins konar útvíkkuð tilraunakennsla. Þetta hafa líka flestir kennarar gert sér ljóst, og hafa á námskeiðum og fundum með kennurum komið íram mikilvægar ábendingar um umbætur og vilji til samstarís við að betrumbæta náms- efnið. Þótt slíkar umræður séu gagnlegar og nauðsyn- legar, Jtá verður ekki komizt hjá Jjví að koma á umfangsmeira námsmati, athugun Jtar sem bor- in eru saman námsmarkmið þau, sem keppt er að, og árangur stórs hóps nemenda. í vetur munu tveir kennarar vinna að gerð staðlaðra prófa í hinu nýja námsefni, og vonum við, að Jtessi próf geti komið að gagni bæði við nám nemenda og við könnun okkar á gæðum textans. Ekki Jtarf að fjölyrða um Jtað, að nauðsynlegt samræmi verður að vera milli námsins og þeirra prófa, sem iögð eru fyrir nemendur. Þegar veru- legar breytingar verða á námsefni, er ekki óeðli- legt, að óvissu gæti lijá kennurum um Jtað, hvernig beri að meta námsafköstin. Próf, sem eru í litlu eða engu samræmi við markmið námsefnis- ins, geta valdið miklu tjóni, og t. d. leyfa nýju námsbækurnar í eðlis- og efnafræði ekki hreint Jtekkingarpróf úr textanum. Þótt ekki verði alltai komið við verklegum prófum, má með verklýs- ingu og mælitölum í prófverkefni fara nærri um Jtað, ltvernig nemandinn hefur tileinkað sér Jsætti eins og gagnameðferð, mat á niðurstöðum og og skilning á mikilvægum lögmálum. Þá er einnig eðlilegt að taka tillit til vetrarstarfsins, og t. d. mætti leggja mat á vinnubókina. Því miður gát- uni við ekki sinnt Jtessum Jtætti sem skyldi síðast- liðið vor og veitt kennurum aðgang að prófum í hinum nýja texta, en Jætta stendur til bóta, eins og áður var vikið að. Gert er ráð íyrir, að næsta haust liefjist endur- skoðun námsefnisins, en ég tel ókleift, og reynd- ar óheppilegt, að ljúka henni á einu ári, eins og áætlunin segir til um. Nú jDegar Jjykjumst við sjá fram á allmiklar breytingar á námsefni 1. bekkjar, en þar liefur boginn líklega verið spenntur um of. Reyndar var alltaf búizt við því, að í fyrstu reyndist þetta efni fiill viðamikið, Jtar sem nemendur höfðu ekki farið í gegnum námsefni 11 og 12 ára bekkja, en Jtetta atriði mun skýrast að einhverju leyti í vetur. Annars eru umsagnir kennara á ýinsa vegu og forsendur svo mismunandi, að enn þá er of snemmt að gera sér grein fyrir, hvernig efnið muni reynast. Ég hef nú í nokkrum orðum reynt að gera grein fyrir framvindu Jreirra breytinga á eðlis- og efnafræðikennslu, sem nú er unnið að. Ég er nokkuð bjartsýnn á að takast megi að ljúka verk- inu á tilsettum tíma, en hvort við höfum haft erindi sem erfiði, verður tíminn að skera úr. Þó held ég, að við, sem höfum starfað að Jiessu, sé- um nokkuð vongóðir og höfum þar til marks hin sérstaklega ánægjulegu samskipti, sem við liöfum haft við kennara á kennaranámskeiðum. Þau hafa í senn verið okkur hvatning og góður skóli. MENNTAMÁL 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.