Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 39
skrá fyrir samfélagsfræði séu þekkingarmarkmið
of einráð; viðhorfa- og tilfinningamarkmið eru
ekki síður mikilvægir þættir í náminu, enda ber
að taka þau til greina við námsmat og einkunna-
gjöf. Þá er það og þýðingarmikið markmið, að
nemendur nái leikni á tilteknum sviðum, geti
t. d. fylgt settum reglum í félagslegum samskipt-
um (svonefnt ,,hug-hreyfimarkmið“).
í álitinu eru einstökum greinum samfélags-
fræða — átthagafræði, sögu, „þjóðfélagsfræði“
(samfundskundskab) og landafræði — sett megin-
markmið, sem nefndin væntir að séu ítarlegri og
skýrari en markmiðsgreinar núgildandi náms-
skrár. „Urnrædd meginmarkmið eru samt ol breið
og rúm til þess að auðvelt sé að grundvalla á
þeim námsskrárgerð og námsbókasamningu. l’il
]æss að slíkt væri unnt þyrlti að taka hvert
meginmarkmið og brjóta það niður í fjölda
smærri, afmarkaðri og nákvæmari markmiða . . .
Á þessum markmiðum yrði ritun námsskrár og
náms- og kennsluhandbóka grundvölluð, og próf
og námsmat yrðu síðan miðuð við könnun þess,
að hvaða marki umræddum markmiðum lrelði
verið náð ... Því nánara og ljósara sem samband-
ið milli markmiða og námsefnis er, því betra
fyrir nemendur og kennara."
í nefndarálitinu eru settar fram tillögur að
námsefnisþáttum fyrir 1.—9. námsár (7—15 ára
nemendur) — „lauslegar hugmyndir um efnivið,
er vinna mætti úr viðfangselni í samræmi við
markmið greinarinnar". Tillögurnar eru við það
miðaðar, að námsefni samlélagsfræða verði ekki
sundurgreint á barnastigi í sjálfstæðar kennslu-
greinar, heldur samþætt (integrated) í eina náms-
grein. Verði þannig leitazt við að tengja tíma
við rúm (sögu við landalræði) og liðinn tíma við
líðandi stund (sögu við þjóðfélagsfræði). Hið
sama gildi að nokkru leyti á 7. og 8. námsári
(unglingastigi). Þó að bæði kennslufræðileg og
praktísk rök mæli með slíkri námsefnisskipan, að
áliti nefndarinnar, vannst ekki tími til að gera
heildardrög að samþættingu efnisatriða. í tillög-
unum l'elast einkum drög að samþættingu landa-
Iræði og sögu. Til skýringar verða hér tilfærðir
nokkrir töluliðir úr námsefnistillögunum fyrir
4. námsár:
3. „k'erðazt" um Norðurlönd
— kynning á legu og landsháttum (með sérstakri
áherzlu á Noregi og Danniörku)
— i slóð lórnleifafræðinga aftur í fortíðina:
a) ísöld — steinaldarmenn
b) bronsöld — hellaristur
c) járnöld — verkleg tækni og daglegt líf
d) Gauksstaða- eða Ásubergsskipið
4. Með víkingunt til fslands. Landnám.
— lanclsgæði þá og nú
— loftslag þá og nú, áhrif á atvinnuhætti
— kynning á lielztu landnámum, tengd lýsingu
staðhátta og byggðasiigu
— lireppar, goðar, þing. Merkir sögustaðir kynnt-
ir í tengslum við ættir, persónur og viðburði
sögualdar.
7. Ferð til klassískrar fortíðar Grikkja (Hellena)
— loftslag og landsliættir við Miðjarðarhaf
— goðheimur Hellena; Ólympíuleikar
— lýðræði Aþeninga
— listir, hof, höggmyndir.
Nel'ndin leit á verk sitt sem undirbúningsstarf,
enda kænti í hlut nýrrar námsskrárnefndar að
athuga, hvernig samþættingu elnisatriða af ýmsu
tagi verði yfirleitt bezt hagað; á það ekki sízt
við eðlisræna landafræði, sem óhugsandi er að
slíta frá öðrum þáttum landafræðinnar.
Augljóst er, að um leið og náminu eru sett
fjölþættari markmið verða kennsluaðferðir mun
þýðingarmeira atriði en þegar um hefðbundið
staðreyndanám er að ræða. í því sambandi skijh-
ir höfuðmáli, að komið verði við fjölbreytileg-
um aðferðum, en til þess þarf aftur að dýpka
námsefnið á kostnað ylirferðar þess. „Það er ótví-
rætt, að grunnfærnisleg ytirferð námsefnis, sam-
fara rýrum efniskosti og þröngum skilningi á inn-
taki þekkingar, hefur lengi staðið skynsandegum
vinnubrögðum í samfélagsfræðum fyrir þriíum."
Til þess að vekja skilning nemenda á sögulegum
og landfræðilegum fyrirbærum hrekkur skammt
að gela yfirlit ylir heiminn; miklu vænlegra er
að íjalla ýtarlega um takmarkaðan fjölda sjálf-
stæðra viðfangsefna, er skipist um vissar grund-
vallarhugmyndir, hugtök og alhæfingar. Þar með
gefst einnig tækifæri til að gera nemendur virka
í námsstarfinu. í því sambandi er bent á gildi
vettvangsfræðslu. „Virkt nám hefur . . . í för með
sér, að hlutdeild nemenda í aðdrætti efnis og
MENNTAMÁL
33