Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 15
Hörður Lárusson:
Hugleiðingar
um
stærðfræði
og
stærðfræði-
kennslu
Meðal i'oreldra, kennara og fleiri, sem fylgzt
liafa með störfum skólanna síðustu árin, hafa
farið fram miklar umræður urn nýtt námsefni í
stærðfræði, sem fyrst var tekið upp í barnaskól-
um Reykjavíkur haustið 1966. Menn hafa haft
mjög skiptar skoðanir á þessu nýja námsefni, og
er ekki nema gott eitt um það að segja. Náms-
eínið í heild hefur ekki verið kynnt almennt,
né heldur þau markmið, sem stefnt er að, og má
vera, að það valdi nokkru um hluta þeirrar gagn-
rýni, sem fram hefur komið. Útbreiðsla þessarar
nýjungar varð miklu meiri og örari en ráð var
fyrir gert, og nú í vetur, þ. e. skólaárið 1971—72,
rnunu næstum öll börn í 1. bekk barnaskólanna
í Reykjavík, auk fjöhnargra annarra úti á landi,
læra þetta nýja námsefni.
Það er hins vegar stutt síðan hafizt var handa
um að breyta námsefni gagnfræðaskólanna. Þó er
nokkuð síðan nýir þættir voru felldir inn í náms-
efni landsprófsdeilda.
í þessari grein er ætlunin að gera í stórum
dráttum grein fyrir þessum breytingum, orsökum
þeirra og inntaki, auk þess sem vikið verður að
því, sem framundan er í íslenzkum skólum á
þessu sviði.
Um miðja þessa öld komu fram í mörgum
löndum öflugar hreyfingar, sem miðuðu að því
að gera róttækar breytingar á almennri mennt-
un í stærðfræði. Stærðfræðingar, sálfræðingar,
kennarar og skólamenn mynduðu starfshópa, sem
tóku sér fyrir hendur að endurskoða námsefnið,
gera tilraunir með kennslu ýmissa þátta þess og
rita nýjar kennslubækur.
En hverjar voru meginorsakir þessara breyt-
inga? Svörin við þessari spurningu eru vafalaust
mörg, en ég læt nægja að benda á hinn gífur-
lega mismun, sem er á þekkingu nemendanna,
þegar þeir ljúka námi, annars vegar og þeim
kröfum, sem þjóðfélagið gerir til stærðfræðilegr-
ar þekkingar þegnanna hins vegar. Hér fylgir
eitt dæmi úr íslenzka skólakerfinu.
Fyrir nokkrum árum var stofnaður Tækniskóli
íslands. Við gerð námsskrár fyrir þennan skóla
var farið eftir danskri fyrirmynd, auk þess sem
MENNTAMÁL
9