Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 27
andi sérhæíingar kennaranna. Náttúrufræðinám hefst í 10 ára bekkjum eins og verið hefur, en gert er ráð fyrir, að nokkur undirstaða að því hafi áður verið lögð innan átthagafræðinnar. í endurskoðuninni var byrjað á námsefni 10 ára barna og 1. bekkjar gagnfræðastigs (eða 4. og 7. bekkjar). Tilraunaútgáfa al j)essu námsefni verð- ur reynd í nokkrum skólum nú á vormisserinu 1972. Nánrsefni 4. bekkjar hefur undirritaður tekið til, en námsefni 7. hekkjar, „Líf og um- hverfi“, er eftir Guðmund P. Ólafsson. í þessum kennslubókum báðurn, einkum hinni síðar- nefndu, er lögð áherzla á samband lífveranna innbyrðis og á samband þeirra við allt umhverfi sitt. Þessi lífskiptafræðilega (ökológíska) fram- setning námsefnisins er af mörgum uppeldisfræð- ingum og líffræðingum talin vænleg til árang- urs og er í samræmi við þau umhverfisvanda- mál, sem kalla í vaxandi mæli á skilning manna. Að fenginni reynslu þessa vetrar verður náms- efnið endurskoðað og gefið út í annarri útgáfu, sem væntanlega verður notuð í vaxandi fjölda skóla, og lögð verður til grundvallar „endan- legri“ útgáfu. Á næsta vetri er gert ráð fyrir að hefja tilraunakennslu með nýtt námsefni 5. og 8. bekkjar, en ári síðar færi fram l'yrsta prófun námsefnis 6. og 9. bekkjar. Um 10. bekk, eða 4. bekk gagnfræðaskóla, fer nokkuð eftir j)eirri heildarendurskoðun fræðslukerfisins, sem nú stendur yfir. Sumarið 1970 var haldið í Reykjavík kennara- námskeið í líffræði, jafnt ætlað kennurum barna- og gagnfræðaskóla. Þetta námskeið naut fyrir- greiðslu UNESCO, sem sendi hingað tvo sænska kennara, Marcus Mattson og Tord Porsne, er stóðu fyrir námskeiðinu ásamt undirrituðum. Þar voru kynnt ný viðhorf til líffræði og líffræði- kennslu og ýmsar kennsluaðferðir, einkum við vettvangskennslu. S.l. sumar voru svo haldin fyrstu kennaranámskeiðin í beinum tengslum við íslenzku endurskoðunina: námskeið handa barna- kennurum var lialdið á Akureyri í júní, og í Reykjavík var námskeið lianda barnakennurum í ágúst og annað handa gagnfræðaskólakennur- um í september. Á þessum námskeiðum fór jöfn- um höndum fram fræðileg kennsla og leiðbein- ingar urn kennsluhætti. Kennaranánrskeiðum verður haldið áfrarn næstu ár með svipuðu sniði. Frá verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla ís- lands brautskrást nú í vor fyrstu líffræðingarnir. Námsefni þeirra hefur verið })annig valið, að faglega verða jreir vel til j>ess færir að kenna nýtt líffræðinámsefni í gagnfræðaskólunum, en til Jsessa hefur sem kunnugt er verið mikill skort- ur á skólagengnum náttúrufræðingum til kennslu hérlendis. Kennaraskóli íslands hefur undanfarin ár opn- að nýjar brautir með auknu líffræðinámi, bæði til kennaraprófs og til stúdentsprófs við skólann. Öll skipun Kennaraskóla íslands er nú í gagn- gerri endurskoðun, svo að of snemmt er að segja fyrir um, hvernig séð verður þar fyrir þörfum líffræðikennslunnar til frambúðar, en ég dreg ekki í efa, að fyrir Jreirn verði J)ar farsællega séð. Að nokkrum árum liðnum verður væntanlega komið út nýtt námsefni í líffræði handa öllum nemendum á skólaskyldualdri. Gera má ráð fyrir, að jretta námsefni verði almennt tekið upp í skólum, jafnharðan og tími og aðstæður gefast til að kynna kennurum meðferð þess og búa skólana til kennslunnar á annan hátt. En endur- skoðun líffræðikennslu linnir ekki við það. Þeirri byltingu, sem nú á sér stað víða um heim í kennsluháttum í ýmsum námsgreinum, mun ekki ljúka að nýju námsefni fram komnu, Jrannig að fyrra „normalástand" kornist á. í Jress stað verða kennarar og aðrir skólamenn að búa sig undir „ástand stöðugrar byltingar“ í skólamálum, með- fram vegna sívaxandi þekkingar, en ekki síður vegna sífelldra breytinga á kröfum þjóðfélagsins til skólanna. MENNTAMÁL 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.