Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 32
námsbóka sendi skólunum í haust (31. 8. 1971), stóð eftirfarandi samkvæmt beiðni minni: „Ekki er ráðlegt fyrir þá kennara, sem ekki liafa sótt námskeið í kennslu á þessu nýja námsefni, að reyna að kenna það, nema þeir hafi sérstaklega góða kunnáttu í dönsku talmáli." Spurningin er þá: Hvers vegna sýnir stór hópur kennara engan áhuga á námskeiðum, sem eru þeim nauðsynleg, ef kennsla þeirra á að bera tilskilinn árangur? 1. Finnst þeim, að jreir hafi ekki tíma til þess? — Sá tími, sem notaður er til að taka þátt í námskeiðum, sparast í undirbúningsvinnu á skólaárinu. 2. Finnst þeim, að þeir séu of gamlir? — Það var 40 ára aldursmunur á elztu og yngstu þátttakendum dönskunámskeiðanna. Það er ekkert leyndarmál, að maður dáist mest að elztu kennurunum, sem vilja sætta sig við að kasta frá sér allri reynslu í kennslu ein- hverrar námsgreinar og setjast á skólabekk með nýútskrifuðum kennurum. 3. F’innst þeim, að það sé of dýrt að sækja námskeið? — Þegar dagpeningar og hófleg- ur ferðakostnaður greiðist, er þessi viðbára varla raunhæf. 4. Vissu kennarar ekki, að námskeiðin yrðu haldin? — Þó að auglýsing í dagblöðum og tilkynning frá fræðslumáladeild Mennta- málaráðuneytisins til skólanna liafi ef til vill farið fram hjá þeirn, þá eiga þeir að vita, að kennaranámskeið eru haldin að sumrinu. Ein einasta símahringing hefði dugað til þess að afla sér nauðsynlegra upp- lýsinga. 5. Vissu kennarar ekki, að kenna átti dönsku á barnafræðslustiginu frá og með skólaárinu 1971—1972? — Það berst aragrúi af bréfum frá fjölmörgum aðilum til hvers einasta skólastjóra. Ætla má, að skólastjóri, «em læt- ur ekki kennurum sínum í té mikilvægar upplýsingar á borð við breytingar á skyldu- námsgreinum skólans, sé tæpast nógu fær um að flokka bréfabunkann. Væri þá ekki hag- kvæmara til upplýsingar, að öll bréf færu á kennarastofuna í staðinn fyrir í ruslakörf- una? í byrjun greinarinnar skýrði ég frá, hvernig skólastjórum var tilkynnt, hvað til stóð. 6. Eru sumir kennarar liræddir við að láta aðra kennara heyra, hversu lélegir þeir eru í dönsku? — Þá er sannarlega kominn tími til að koma sér á námskeið, áður en nernend- urnir uppgötva ástandið. Réttindalausir kennarar eru líka velkomnir. 7. Þurfa kennarar að sækja of rnörg námskeið? — Sumir þurfa þess, til dæmis kennarar við litla skóla. Þróunin í kennslumálum hefur verið mjög ör á seinustu árum. Nauðsynlegt er orðið fyrir hvern skóla, að kennarar hans endurmennti sig í mörgum námsgreinum, meðal annars dönsku. Maður gæti ímyndað sér, að jretta kæmi harðast niður á minnstu skólunum, þar sem fáir kennarar þurfa að gera þetta átak. En raunin er sú, að flestir skólastjórar við stóra skóla lialda dauðahaldi í bekkjarkennslufyrirkomulagið. Það liefur í för með sér, að kennarar frá þessurn skólum þurfa að endurmennta sig í öllum náms- greinum. Ef til vill geta þeir svo aðeins not- fært sér það, sem þeir hafa lært, 2—3 kennslu- stundir á viku þriðja hvert ár. Það virðist vera óhugsandi út frá sjónarmiði þessara skólamanna, að sá kennari, sem hefur tekið þátt í námskeiði, kenni viðkomandi náms- grein í 2—4 bekkjum, og þurfi ekki að end- urmennta sig í öllum námsgreinum. Ég ætla að nefna aftur þá tæplega 50 kennara, sem hafa sótt námskeið í dönsku og kenna á höfuðborgarsvæðinu. Frá nokkrum skólum liafa 5 kennarar komið, en frá öðrum skólum enginn kennari. Þegar maður fer að grennslast eftir því, iivers vegna bekkjarkennslufyrirkomulagið er svo rótgróið hér, verður svarið yfirleitt: „Það er aga- vandamál." Persónulega á ég erfitt með að trúa þvf, að „námskeiðslaus" bekkjarkennari geti hald- ið uppi betri aga en kennari, sem hefur sótt námskeið. Kenni liann námsgreinina 2—4 bekkj- um á sama aklursstigi, fær hann tækifæri til að reyna nýjar hugmyndir, sem honum detta sjáli'- um í liug. Við endurtekningar festist honum í minni það bezta af þeim ásamt því, sem hann lærði á námskeiðum. Af þessu fær lrann mikið MENNTAMÁL 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.