Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Side 49

Menntamál - 01.02.1972, Side 49
Þuríður J. Kristjánsdóttir: Hvenær má treysta prófum? Þegar efni þessa heftis Menntamála var ákveð- ið, var mælzt til þess, að ég skrifaði pistil um tvö meginatriði allra mælinga: áreiðanleika þeirra og gildi, einkum |)ó þann skilning, sem í þessi hugtök er lagður i prófum og öðrum mæl- ingum í skólastarfinu. ÁREIÐANLEIKI. Þá er mæling fullkomlega áreiðanleg, þegar hún endurtekin gefur sömu út- komu og áður. Nákvænnir smiður, sem bregður tommustokki á fjöl, les af honum sömu lengd, hve oft, sem hann mælir. Sú yrði og trúlega raunin, þótt tveir menn mældu, þótt tveir tommustokkar væru notaðir eða dagur liði milli mælinganna. Mælitækið er öruggt, framkvæmd mælingar einföld, niðurstaða áreiðanleg. Enginn býst við jafn áreiðanlegri niðurstöðu, þegar mældir eru eiginleikar manna, kunnátta þeirra eða afköst. Kemur þar margt til. Það, sem mæla á, er óhlutlægt. Þá er það breytingum undirorpið, stundum allhröðum. Ekki er hægt að vita, livar kunnáttan eða eiginleikinn á sér upp- haf, svo ekki er hægt að mæla frá núllpunkti. Það er ekki einu sinni hægt að búa lil mælitæki með jöfnum stigum. Allir centimetrar tommu- stokksins eru jafn langir, en sama er ekki hægt að segja um stig hinna ýmsu mælikvarða, sem lagðir eru á mannlega eiginleika eða kunnáttu, þótt oft sé látið sem svo sé. Þá er aldrei hægt að mæla nema takmarkað sýnishorn þessara þátta, og bætist þá við sá vandi að velja slíkt sýnishorn. Rétt er að gera sér grein fyrir, áður en lengra er haldið, að áreiðanleiki á við niðurstöður mæl- inga, ekki mælitækið sjálft. Jafnan verður að geta þess, hvernig áreiðanleiki var reiknaður, þar sem niðurstöður fengnar með sama mælitæki, t. d. sama prófi, geta verið mjög áreiðanlegar undir vissum kringumstæðum, en tiltölulega óáreiðanlegar undir öðrum. Þegar talað er um áreiðanleika prófa er það í rauninni áreiðanleiki prófniðurstöðu, sem við er átt. Áreiðanleiki í ofangreindri merkingu er töl- l’ræðilegt hugtak. Hann er fundinn með útreikn- ingi og ýmist gefinn upp sem áreiðanleikastuðull eða stadalvilla. MENNTAMÁL 43

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.