Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 64
Þátttakendur í flugmódelnámskeiði haustið 1954. Taiið
frá vinstri. Fremsta röð: Kjartan Þorgilsson, Knud
Flensted-Jensen, Ingimundur Ólafsson, Svavar Jóhann-
esson. Miðröð: Gauti Hannesson, Guðjón Þorgilsson,
Axel Jóhannesson, Benedikt Guðjónsson, Bjarni Ólafs-
son. Aftasta röð: Þórður Jóhannsson, Jón Jóhannesson,
Halldór Guðjónsson, Jón Erlendsson, Halldór Erlendsson.
KNUDFLENSTED-JENSEN
F. 19. 4. 1914. D. 4. 10. 1971
ÞAKKARORÐ ÚR FJARLÆGÐ
Þau sorglegu tíðindi spurðust hingað til lands í fyrri-
hluta októbermánaðar, að hinn fjórða þess mánaðar hefði
farizt [ umferðarslysi í Herlev í Danmörku Knud Flen-
sted-Jensen, yfirkennari. Hann var drengur góður, í
þess orðs beztu merkingu. Mikill íslandsvinur.
Það mun hafa verið haustið 1954, að hann kom fyrst
til íslands. Ástæðan var sú, að hann var ráðinn kennari
á kennaranámskeiði í flugmódelsmíði. Flugmálastjóri,
Agnar Kofoed Hansen, vildi stuðla að auknum áhuga
og þekkingu íslenzkra æskumanna á svifflugi og flug-
módelsmíði. Gekkst hann fyrir því ásamt fræðslumála-
stjóra, Helga Elíassyni, að stofna til þessa námskeiðs
og fá til kennslunnar góðan kennara erlendis frá. Um-
sjónarmenn námskeiðsins fyrir þeirra hönd voru Gunnar
Sigurðsson, flugvallarstjóri, og Ingimundur Ólafsson,
kennari. Val kennara á námskeiðinu tókst framúrskar-
andi vel.
Knud Flensted-Jensen hafði starfað lengi með áhuga-
mönnum að svifflugi og módelsmíðum. Hafði hann unn-
ið marga sigra á mótum í þeirri grein og getið sér gott
orð fyrir þekkingu og reynslu á þessu sviði. Hann var
ungur og áhugasamur, mjög vel greindur og búinn hin-
um beztu kostum, er góðan dreng mega prýða. Góð-
viljaður, samvizkusamur, nákvæmur og glaðlyndur, svo
að honum var eiginlegt að gleðja aðra og bera með
sér sólskin, hvar sem hann fór. Auk þessara ágætu
kosta, var hann framúrskarandi góður kennari. Hann
starfaði við Fredriksbergskóla í Kaupmannahöfn. Kenndi
hann þar lengi aðallega smíðar. Átti ég þess síðar kost
að heimsækja hann við þau störf. Hafði ég þá góðan
samanburð, þvi ég heimsótti kennara í þeirri grein
vfðsvegar um öll Norðurlöndin, og þori að fullyrða, að
hann hafi verið meðal beztu danskra smfðakennara.
Hann vann hug og vináttu okkar allra, er námskeiðið
sóttum. Enn gætir áhrifa kennslu hans í skólunum hér,
þótt 17 ár séu liðin síðan.
Knud Flensted-Jensen var sannur íslandsvinur. Kona
hans, Grete, á ættir að rekja til íslenzkra forfeðra, og
mun það einnig hafa ýtt undir áhuga hans á íslandi.
Móðuramma hennar var prestsdóttir frá Bólstaðarhlíð
í Húnavatnssýslu. Umhyggja, vandvirkni og kristilegur
mannkærleiki setti mjög svip sinn á heimilislff þeirra
hjóna. Þau eignuðust fjögur börn, en urðu fyrir þeirri
miklu sorg, að Inger, næstelzta dóttir þeirra, var með
ólæknandi hjartamein og dó sem unglingur. Má geta
nærri, að vitundin um sjúkdóm hennar og að hún mæ'.ti
aðeins lifa fá ár hefur hafa mikil áhrif á foreldra og
systkini. Elzta dóttirin, Ellen, lærði læknisfræði og
tók hjartasjúkdóma sem sérgrein. Jóhannes, sonur þeirra,
er við háskólanám, en hinn yngsti, Knud, er enn f
unglingaskóla. Allt eru þetta mannvænleg og elskuleg
systkin, sem hafa tekið í arf frá foreldrum sfnum mann-
kærleika og heilbrigða, jákvæða lífssýn.
Knud Flensted-Jensen var einlæglega trúaður, kristinn
MENNTAMÁL
58