Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 9
samgöngumálum en í uppeldisháttum. Ylirleitt hefur þróunin orðið örust á hinurn efnislegu sviðum mannlegs líís. Breytingar á hinum félags- legu og huglægu sviðum mannlífsins hafa síðan siglt í kjölfarið, ósjaldan hræddar og hikandi. Ekki var nema viðbúið, að hinar hröðu, en þó misjafnlega öru þjóðlífsbreytingar yllu fljótandi og mótsagnakenndu gildismati. Það mun vera al- geng tilfinning nútímamanna, er þeir staldra við og rýna í framtíðina, að þeim finnist þeir standa á annarlegum krossgötum. Hvert skal lialdið? Hver hinna illa upplýstu gatna skyldi vera heilla- drýgst? Margir menn standa að mestu ráðþrota gagnvart slíkum spurningum. Aðrir liafa ákveðn- ari skoðanir, sem rekast tíðum á, og er J)á gjarn- an deilt og skrafað. Þessi tvíátt eða óvissa nú- tímamannsins leiðir oft til Jress, að hann tekur í reynd enga stefnu, heldur lætur sumpart van- ann og sumpart strauminn í kring ráða ferðinni. Því minni kjölfestu sem [ajóðir eiga sér í traustri alþýðumenningu, þeim mun uggvænlegra mun þetta stefnuleysi, því að við slíkar aðstæður er líklegt, að menn verði gagnrýnissnauðir og ístöðulitlir gagnvart áhrifum frá öðrum, Jj. á m. fjölmiðlum og fleiri slíkum útbreiðslutækjum, sem beitt er af misjöfnum hvötum. Fræðileg þekking á námi og kennslu er, svo sem fyrr var sagt, býsna takmörkuð ennþá Að vísu má vænta Jæss, að Jætta horfi til bóta, því að vísindalegar rannsóknir á forsendum og eðli náms og kennslu hafa mjög ellzt undanfarin ár. Ein ástæðan til jæss, hve vísindaleg þekking hefur enn sem komið er tiltölulega lítið getað hjálpað til við lausn raunhæfra vandamála í námi og kennslu, er óefað sú, að margir vísinda- menn liöfðu tilhneigingu til að taka til rann- sóknar mjög smáa og afmarkaða Jjætti námsins og túlka niðurstöðurnar síðan án Jjess að athuga, hvernig Jjessir Jjættir voru öðrum háðir, m. ö. o. án Jress að taka nægilegt tillit til samhengisins. Þetta leiddi til Jjess, að alls konar þröngar náms- kenningar fengu mikið rúm í sálfræðibókmennt- um, en nánast ókleift var að draga sarnan heildar- kenningar úr Jjessum efnivið, enda rannsóknirn- ar oft gerðar við ólíkar aðstæður, þannig að bak við niðurstöðurnar gátu leynzt ýmislegir áhrifa- valdar, sem augurn varð ekki á komið. Með þess- um liætti varð myndin af nárni, forsendum þess, rökum og hvötum, einfaldari en efni stóðu til. Á seinni árum hafa æ fleiri vísindamenn hall- azt að því, að eigi að vera unnt að fleyta að ráði fram jækkingunni á mannlegu námi, þurfi að rannsaka það og túlka á breiðari grundvelli og taka hinar margvíslegustu forsendur og livatir Jæss með í reikninginn. Nám og kennsla eru mjög flókin fyrirbæri. Það er t. d. ekki hægt að skýra nám og námsárangur með því að taka einvörð- ungu með í reikninginn rannsókn á nemand- anum í viðfangi við námsefnið. Þarna verður margt fleira að koma til, s. s. hæfileikar nemand- ans, fyrra nám hans og uppeldi, samskipti lians við kennara og skólafélaga, viðhorf hans við námi og skóla, viðhorf kennara til nemandans, fjölskyldulíf og samskipti manna á heimili nem- andans, viðhorf foreldra til náms lians, viðhorf leikfélaga nemandans o. s. frv. Allir geta þessir Jrættir, svo og ýmsir aðrir ónefndir eða jafnvel óþekktir, haft merkjanleg — og að nokkru mæl- anleg — áhril á nám og námsárangur. Af fyrrgreindri umræðu ætti að verða ljóst, að það er engan veginn auðvelt verk að marka meginstelnu, Jiegar unnið er að bættri kennslu, auknum námsárangri, meiri persónujjroska og lífsfyllingu nemenda í skóla. Vandamálin eru svo mörg og svo ólíks eðlis og þess vegna illsambæri- leg, að erfitt er að skipa Jæim í forgangsröð, Jjegar kjósa skal markmið og leiðir við umbóta- tilraunir í skólamálum. Eiga t. d. fræðsluyfir- völd að einbeita sér að kennsluhliðinni með rannsóknum og endurbótum á námsskrá og náms- bókum, með bættu skipulagi kennslunnar og efldri kennaramenntun? Eða eiga Jrau að leggja megináherzlu á aðgerðir varðandi hina jélags- legu hlið fræðslumálanna, t. d. með því að auka menntun Jæirra Jjjóðfélagsþegna, sem minnsta menntun höfðu fyrir, ellegar að draga úr Jrví, að nemendur séu snennna á skólaferli sínum flokk- aðir í mismundandi „hátt settar", virðulegar og eftirsóttar deildir eða námsbrautir? Hvernig á að raða Jæssum stelnumiðum eftir mikilvægi; hvernig á að blanda þeim saman í skynsamlega MENNTAMÁL 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.