Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 17
in í því að þjálfa nemendur í meðferð heilla talna og brota. En árangurinn hefur oft verið sorglega lítill. Viðfangsefni eins og rúmfræði eða frumatriði algebru hefur ekki verið minnzt á. Nú þegar reiknivélar og önnur hjálpartæki er að finna á næsturn hvers manns borði, hlýtur slík kennsla að teljast í hæsta máta vafasöm. Það er ekki síður mikilvægt að geta búið viðfangs- efnið stærðfræðilegum búningi, þar sem unnt er að láta vélarnar annast handavinnuna. í þessu felst, að megináherzluna ber að leggja á skilning hugtaka og venzl milli þeirra. Þessi orð má þó ekki skilja svo, að varpa eigi fyrir borð öllu því, sem kennt hefur verið til þessa. Að sjálfsögðu þurfa menn að geta lagt saman, marg- faldað o. s. írv., en það er ekki nauðsynlegt að leggja áherzlu á þessi atriði á sama hátt og áður. Athugum eftirfarandi dæmi. Kennari er að leiðbeina barni við lausn dæmisins 27 + 15 og lilsögnin er á þessa leið: Fimrn og sjö eru 12. Skrifaðu 2 fyrir neðan 5 og geyntdu I. Skrifaðu þennan 1 fyrir ofan töluna 2. Síðan segir þú: einn, tveir og einn eru fjórir og skrifar að lokum 4 fyrir neðan töluna 1. Það er sennilegt, að tilsögn af þessu tagi geri barninu ljóst, hvað það eigi að gera, en í leið- beiningunum örlar ekki á útskýringu á því, hvers vegna dæmið er leyst á þennan hátt. Til samanburðar skulurn við atliuga dæmi, sem tekið er eftir hljóðritun í kennslustund I ítölskum skóla, þar sem fram fór tilraunakennsla. Kennarinn, sem var fyrrverandi sjóliðsforingi, fékk þá snjöllu liugmynd að nota sjókort til þess að vekja umræður og beina athygli nemenda að hagnýtum viðfangsefnum, sem auðvelt væri að búa stærðfræðilegum búningi. Nemendurnir voru I 2. og 3. bekk gagnfræðaskóla (á aldrinum 12 til 14 ára), og kennarinn var bundinn af opin- berri námsskrá, sem nauðsynlegt var að fylgja vegna lokaprófs eftir 3. bekk. Sjókortin vöktu slíkan áhuga nemenda, að kennarinn var í upphafi ekki viss um, hvort liann gæti fengið þá til að einbeita sér að ákveðnu viðfangsefni á þeim takmarkaða tíma, sem var til umráða, án þess að draga úr áhuga þeirra eða taka til meðferðar of eríið viðfangs- efni. Kennarinn valdi þá leið að beina urnræð- unum að þeim hlutum, sem féllu vel að kring- umstæðunum, enda þótt umræðuefnið væri ekki í byrjun stærðfræðilegs eðlis. Eftirfarandi útdrátt- ur gefur nokkra liugmynd um það, sem frarn fór. K. Hvað haíið þið fyrir framan ykkur? N. Kort. K. Sjáið þið nokkuð sérstakt við kortið? N. Það sýnir Adriahafið. K. Hvernig getið þið greint land frá sjó? N 1. Litur sjávarins er ljósari. N 2. Kennari! Borgir inni í landi eru ekki sýnd- ar á kortinu. N 3. Ekki heldur fjöll eða vegir. K. Til hvers haldið þið að kortið sé notað? N. ? K. Eins og þið sögðuð, þá eru vegir ekki merkt- ir á kortið og aðeins þær borgir, sem standa við ströndina. N. Þau eru notuð af skipstjórum. K. Það er rétt. En til hvers eru hafnirnar? N 1. Þar eru skipin fermd og affermd. N 2. Þar er líka gert við skipin. K. Og hvað fleira? N I. Skipin taka þar eldsneyti. N 2. Hvers konar eldsneyti? N 3. Kol. N 4. Olíu. Elest skip brenna olíu nú orðið. K. Við skulum segja næstum öll. En livað hald- ið þið að skip geti siglt langt án þess að taka eldsneyti? N 1. Það er undir því komið, livað geymar skips- ins eru stórir. N 2. Það er einnig háð hraðanum. N 3. Það fer eftir því, hvað vélar sk+sins eyða miklu. N 4. Það er kornið undir veðri og vindum. K. Við skulum gera ráð fyrir því, að hraðinn sé tiltekinn í linútum og að veðrið sé í MENNTAMÁL 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.