Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 56
4
Fóstruskólinn 25 ára
Rætt við Valborgu Sigurðardóttur, skólastjóra
♦-------------------------------------------
í október s.l. voru 25 ár liðin frá stofnun
Fóstruskóla Sumargjafar, en hann tók til
starfa 1. október 1946. í tilefni af þessum
tímamótum í sögu skólans varð Valborg Sig-
urðardóttir skólastjóri góðfúslega við beiðni
ritnefndar Menntamála um að svara nokkrum
spurningum varðandi starfsemi skólans og
framtíðarhorfur. Frú Valborg lauk meistara-
prófi í uppeldis- og sálarfræðum í Bandaríkj-
unum árið 1946. Hún hefur verið skólastjóri
Fóstruskólans frá upphafi.
Valborg, hve margir nemendur eru í skól-
anum nú?
í skólanum eru nú 116 nemendur, þar af
eru 53 forskólanemar, en frá skólanum hafa
verið brautskráðar alls 275 fóstrur. Fyrstu ár-
in voru nemendur eingöngu teknir inn í skól-
ann annað hvert ár, og hver árgangur var
ekki nema 10—15 stúlkur. Síðustu árin hafa
25—30 stúlkur verið í hverjum árgangi. Stærsti
árgangurinn brautskráist næsta vor. Þær eru
35 í þeim árgangi, en það er alltof stór bekkj-
ardeild. Ég vona, að til þess komi ekki aftur.
Næsta haust verða hins vegar tveir fyrstu
bekkir með ca. 25 nemendum í hvorri bekkjar-
deild.
Hvaða námsgreinar leggur skólinn mesta
áherzlu á?
Segja má, að markmið skólans sé að gera
fóstruna að skilningsríkum og hugkvæmum
uppalanda og fræðara barna fram til 7 ára
aldurs, fyrst og fremst þeirra, sem dveljast á
uþpeldisstofnunum eins og dagheimilum og
-------------------------------------------------♦
leikskólum. í samræmi við þetta markmið eru
síðan námsgreinar skólans byggðar upþ. Upp-
eldis- og sálarfræði skipa öndvegi, að sjálf-
sögðu. Fóstrunemar fá nú fræðslu í þessum
námsgreinum a.m.k. sex stundir á viku í tvö
skólaár. Uppeldis- og sálfræðigreinarnar
skiptast í almenna sálfræði, barnasálfræði
(child development), starfshætti á barnaheim-
ilum (metodik) og loks uppeldis- og sálfræði
afbrigðilegra barna, svo sem taugaveiklaðra,
heyrnarskertra og vangefinna barna. Höfuð-
áherzlan er þó lögð á uppeldi venjulegra
barna á dagheimilum og leikskólum.
Inntak fræðslunnar í almennri barnasálfræði
og uppeldisfræði má segja að sé heilbrigður
þróunarferill barna á sviði tilfinningalífs,
félagslífs og vitsmunalífs og frávik frá honum,
þekking á gildi leikfanga og vali á þeim og
öðrum verkefnum eftir þroskastigi barnanna.
Ég hef gjarnan litið á starf fóstrunnar m.a.
sem mikilvægt geðverndarstarf. Það er traust-
asti grundvöllurinn að góðu uppeldi að hlúa
að tilfinningalífi barnanna, að stuðla að því að
byggja upp öryggiskennd þeirra og sjálfs-
traust. Annar mikilvægur þáttur í starfi fóstr-
unnar er að fræða börnin, auðga reynslu-
heim þeirra, víkka sjóndeildarhring og örva
málþroska þeirra. Þessa fræðslu og vitsmuna-
legu uppörvun þurfa börnin að fá eftir því
sem þroski þeirra leyfir.
Ég álít, að starfssvið fóstrunnar sé ákaf-
lega víðtækt, þar eð ábyrgð hennar er mikil
bæði á andlegum og líkamlegum þroska barns-
sins á þessum ungu og mótanlegu árum.
Þess vegna kennir margra grasa í námsskrá
MENNTAMÁL
50