Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 56

Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 56
4 Fóstruskólinn 25 ára Rætt við Valborgu Sigurðardóttur, skólastjóra ♦------------------------------------------- í október s.l. voru 25 ár liðin frá stofnun Fóstruskóla Sumargjafar, en hann tók til starfa 1. október 1946. í tilefni af þessum tímamótum í sögu skólans varð Valborg Sig- urðardóttir skólastjóri góðfúslega við beiðni ritnefndar Menntamála um að svara nokkrum spurningum varðandi starfsemi skólans og framtíðarhorfur. Frú Valborg lauk meistara- prófi í uppeldis- og sálarfræðum í Bandaríkj- unum árið 1946. Hún hefur verið skólastjóri Fóstruskólans frá upphafi. Valborg, hve margir nemendur eru í skól- anum nú? í skólanum eru nú 116 nemendur, þar af eru 53 forskólanemar, en frá skólanum hafa verið brautskráðar alls 275 fóstrur. Fyrstu ár- in voru nemendur eingöngu teknir inn í skól- ann annað hvert ár, og hver árgangur var ekki nema 10—15 stúlkur. Síðustu árin hafa 25—30 stúlkur verið í hverjum árgangi. Stærsti árgangurinn brautskráist næsta vor. Þær eru 35 í þeim árgangi, en það er alltof stór bekkj- ardeild. Ég vona, að til þess komi ekki aftur. Næsta haust verða hins vegar tveir fyrstu bekkir með ca. 25 nemendum í hvorri bekkjar- deild. Hvaða námsgreinar leggur skólinn mesta áherzlu á? Segja má, að markmið skólans sé að gera fóstruna að skilningsríkum og hugkvæmum uppalanda og fræðara barna fram til 7 ára aldurs, fyrst og fremst þeirra, sem dveljast á uþpeldisstofnunum eins og dagheimilum og -------------------------------------------------♦ leikskólum. í samræmi við þetta markmið eru síðan námsgreinar skólans byggðar upþ. Upp- eldis- og sálarfræði skipa öndvegi, að sjálf- sögðu. Fóstrunemar fá nú fræðslu í þessum námsgreinum a.m.k. sex stundir á viku í tvö skólaár. Uppeldis- og sálfræðigreinarnar skiptast í almenna sálfræði, barnasálfræði (child development), starfshætti á barnaheim- ilum (metodik) og loks uppeldis- og sálfræði afbrigðilegra barna, svo sem taugaveiklaðra, heyrnarskertra og vangefinna barna. Höfuð- áherzlan er þó lögð á uppeldi venjulegra barna á dagheimilum og leikskólum. Inntak fræðslunnar í almennri barnasálfræði og uppeldisfræði má segja að sé heilbrigður þróunarferill barna á sviði tilfinningalífs, félagslífs og vitsmunalífs og frávik frá honum, þekking á gildi leikfanga og vali á þeim og öðrum verkefnum eftir þroskastigi barnanna. Ég hef gjarnan litið á starf fóstrunnar m.a. sem mikilvægt geðverndarstarf. Það er traust- asti grundvöllurinn að góðu uppeldi að hlúa að tilfinningalífi barnanna, að stuðla að því að byggja upp öryggiskennd þeirra og sjálfs- traust. Annar mikilvægur þáttur í starfi fóstr- unnar er að fræða börnin, auðga reynslu- heim þeirra, víkka sjóndeildarhring og örva málþroska þeirra. Þessa fræðslu og vitsmuna- legu uppörvun þurfa börnin að fá eftir því sem þroski þeirra leyfir. Ég álít, að starfssvið fóstrunnar sé ákaf- lega víðtækt, þar eð ábyrgð hennar er mikil bæði á andlegum og líkamlegum þroska barns- sins á þessum ungu og mótanlegu árum. Þess vegna kennir margra grasa í námsskrá MENNTAMÁL 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.