Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 4

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 4
Litla músin og spörfuglinn En hvað ég elska þig, systir mín litla! Þú ert eins lítil og ég, svo ertu eins á litinn. Þegar ég sé þig koma ofan úr trénu til að fá þér korn, finnst mér eins og ég sjálf hafi litla vængi. Þú færð aldrei vængi! sagði spörfuglinn yfirlætislega. Ég er ekki systir þín, og það ætla ég að biðja þig að nefna mig aldrei oftar. Vel getur verið, að ég sé álíka lítil og þú, að ég borði sama korn og sé eins á lit. En muna skaltu það, að ég flýg, meðan þú mátt sætta þig við að vera duglaus lítil mús. Ekkert tengir okkur saman, ekki svo mikið að neitt nálægi okkur hvort öðru. Og við verðum aldrei saman. ... Viðbætir: Ég gleymdi alveg að segja þér, að þetta samtal fór fram ofan í maga kattarins. K. G. Kirkjuklukkan Óvinirnir komu til að eyða borginni. Áðurtókst mönnum að ná í nýja kirkjuklukku sem þeir ætluðu að bjarga. Einhver vildi fela hana í jörð. Annar vildi sökkva henni í sjóinn, og var það ákveðið. Fimm menn tóku bát á leigu og reru út á sjó með klukkuna. Þar sökktu þeir henni. Þá spurði einn þeirra. „Hvernig finnum við hana aft- ur?“ Þá svaraði annar: „Við gerum hnlfskoru í borð- stokkinn, þar sem við sökktum henni.“ „Já, við skulum gera það.“ Kirkjuklukkuna sáu þeir ekki framar. „Þú skalt vera viss urn að skógardísin hjálpar okkur þegar við eigum bágt, hún hefur alltaf verið svo góð,“ sagði Hans litli til þess að hugga föður sinn. Faðir hans brosti dauflega og hristi höfuðið. Hann var annars hrifinn af ævintýrum og hafði sjálfur sagt drengnum frá skógardísinni, sem byggi langt inni í skóginum, og hann hafði líka sagt Hans að skógardísin héldi mest upp á þá, sem sæju hina miklu fegurð skógarins, og hann liafði einnig sagt að skógardisínni væri illa við þá, sem skemmdu skóginn og fyndist ekkert varið í trén nema til að höggva þau. „Ef til vill vísar skógardísin á stað þar sem fjár- sjóður er falinn," hélt Hans áfram og þegar faðir hans svaraði ekki liélt hann áfram einbeittur: „Og þegar ég hef fundið fjársjóðinn, ætla ég að byggja stóra höll og þar átt þú og mamma og allir, sem eiga bágt, að eiga heima og líða svo vel.“ Faðirinn strauk blíðlega um kollinn á Hans og sagði: „Þú ert góður dreng- ur, Hans Christian, því að þú ert alltaf að hugsa um þá, sem eru minni mátt- ar í tilverunni." „Já auðvitað," svaraði drengurinn. „Þú hefur sjálfur sagt mér, að gjafir skógardísarinnar eigi að nota til góðs annars smjúgi þær burt í gegnum fingur okkar." „Það er líka alveg rétt,“ stundi faðir hans og svo héldu þeir áfram lengra inn í skóginn. Þarna langt inni í skóginum var yndislega svalt og skuggsælt og það var alveg eins og hinn sterki og svali skógarilmur hefði róandi áhrif á unga skósmiðinn og honum létti í skapi. „Já hér er sannarlega höll skógardísarinnar," sagði skósmiðurinn og dró djúpt að sér hressandi skógarilminn. Þeir gengu nú lengra inn í skóginn en þeir voru vanir í gönguferðum sínum, en að lokum stönzuðu jtcir og hvíldu sig undir stóru eikartré, sem stóð á lítilli hæð dálítið frá öðrum trjám. Það var gott að hvíla sig undir lauf- þaki þessa mikla eikartrés og horfa upp í bláan himininn í gegnum lauf- krónuna. Faðir Hans var ósköp þögull og þar kom að drengnum fór að leiðast að liggja þarna svo hann stóð upp og fór í dálítinn rannsóknarleiðangur þarna á hæðinni. Allt í einu vaknaði faðir Hans upp úr sínum jiungu hugsunum við að Hans hrópaði hástöfum til lians: „Sjáðu, hvað ég fann, þetta er ábyggi- lega gjöf skógardísarinnar," og Hans hampaði dálitlum leðurpoka. Faðir hans flýtti sér að opna pokann. „Gull og silfur," liann var næstum máttlaus af undrun. „Alveg fullur poki,“ tautaði hann eins og í leiðslu. „Það eru heil auðæfi á þessum síðustu og verstu tímum.“ Lengi stóðu jieir báðir heillaðir og mállausir. Það var sannarlega rétt, sem skósmiðurinn hafði sagt. Þetta voru mikil auðæfi því peningarnir voru gamlh' frá löngu liðnum tímum, tímum, Jtegar seðlar þekktust ekki og borgað var 1 silfri eða gulli. í dag leit þetta öðruvísi út, gullmynt var sjaldgæf hjá aljiýðu manna, en því meira um ónýta pappírsseðla. „Nú byggjum við höllina, pabbil" hrópaði Hans Christian himinlifandi glaður. En faðir hans hristi höfuðið hryggur. „Nei drengur minn það getum við víst ekki. Við höfum aðeins fundið Jiessa peninga, og sá sem lieftir tapaö þeim hlýtur að vera mjög leiður yfir Jiví. Við verðum því að skila peningunum til eigandans, en við fáum þó alltaf fundarlaun og getum Jiá litið á Jiau sem gjöf frá skógardísinni, og það er þó alltaf eitthvað." Hans Christian hlustaði hugsandi á föður sinn og tók Jiví ekki sérlega vel eftir þessu með fundarlaunin. Hann var að reyna að setja sig í spor þess sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.