Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 37
TungllendingartækiS sígur ni'ður
á yfirborS tunglsins.
Tunglfarar lenda á sjálfu tunglinu.
Tungllendingartækinu skotiS aftur
á loft.
Þegar geimfararnir þrír eru komnir
inn fyrir 80 mílna (128 kílómetra) fjar-
lægð frá yfirborði tunglsins, setja þeir
af stað hreyfil til að minnka hraða tungl-
farsins og koma því á braut umhverfis
tunglið. Ákvörðun um að lenda á tungl-
inu verður ekki tekin, fyrr en þeir hafa
farið að minnsta kosti þrjá hringi um-
hverfis tunglið. Þegar ákvörðun um
lendingu hefur verið tekin, munu tveir
geimfaranna fara úr stjórnklefa geim-
farsins og klifra inn f tunglferjuna.
Yfirstjórnandi geimfarsins verður
kyrr í Apollo-geimfarinu meðan það fer
umhverfis tynglið. Þegar ferfætt lend-
ingartækið er laust frá Apollo-tungl-
farinu, er settur af stað í því þrýsti-
hreyfill, og það sigur niður á yfirborð
tunglsins. Lendingarstaðurinn hefur
verið ókveðinn fyrirfram eftir Ijósmynd-
um, sem teknar voru með Ijósmynda-
vélum úr ómönnuðum geimförum
Bandaríkjanna, Surveyor og Lunar Or-
biter og í síðustu tveim mönnuðu tungl-
ferðum Bandaríkjamanna.
Þegar fyrstu tveir geimfarar Banda-
ríkjanna lenda á tunglinu, mun annar
þeirra fara út úr tunglferjunni með ferða-
sjónvarpsmyndavél og taka Ijósmyndir,
sem sendar verða til jarðar til skoðunar
um leið og þær eru teknar. Síðan fer
hinn geimfarinn út úr ferjunni og báðir
munu mennirnir safna sýnishornum af
steinum og jarðvegi til að taka með sér
til jarðar.
Eftir nokkurra klukkustunda dvöl á
tunglinu, munu geimfararnir skjóta
tunglferju sinni á loft til móts við
Apollo-tunglfarið, sem þá mun enn
vera á braut umhverfis tunglið. Síðan
munu geimfararnir klifra aftur um borð
í stjórnklefa tunglfarsins. Tunglferjuna
munu þeir skilja eftir, er þeir leggja
upp í þriggja daga ferð sína til baka til
jarðar.
Um 15 mínútum áður en komið er inn
í gufuhvolf jarðar, er afturhluti geim-
farsins losaður frá og stjórnklefanum
snúið þannig, að sá endinn, sem þolir
meiri ágjöf, svo og hitahlífin, snúi fram.
Á 24 750 mílna hraða (39 600 kílómetra
hraða) verður geimfarið að stefna hár-
nákvæmt inn í gufuhvolfið ■— fari það
flatt, mun það fleyta kerlingar á yztu
lögum gufuhvolfsins og stefna aftur frá
jörðu. Og færi svo, hafa geimfararnir
ekki eldsneyti til að beina því aftur til
jarðar.
Báðar þessar greinar eru skrifaðar í
maí s.l.
Geimfarið stefnir til jarSarinnar
aftur.
og eggið
borðinu og spurði: „Er nokkur
liér, sem getur látið þettu egg
standa upp á endann?" Eggið
geklc nú milli gestanna við
borðið, en allir gáfust auðvitað
upp. Loks kom að þvi, að egg-
ið hafði farið bringferð milli
gestanna og kom aflur í hend-
ur Kólumbusar, sem tók það og
sló öðrum enda þess við borð-
ið svo skurnin brotnaði. Þar
með stóð það. „Já, á þennan
hátt gátum við það líka,“ hróp-
uðu nú margir.“ Þá sagði Kól-
umbus: „Já, þið gátuð gert það,
en gcrðuð það bara ekki, en ég
gerði það og þannig er það
einnig með ferðir minar og leið-
angra. Þið gátuð farið þær en
fóruð ekki, en ég gerði það.“
Kólumbus
|?ræg hefur orðið smásagan
um Kólumbus þegar hann
kom heim til Spánar úr ferð
sinni til Ameriku. Þótt hann
héldi þvi nú reyndar fram sjálf-
ur, að landið, sem hann fann,
eða sá, væri Indland, var honum
að sjálfsögðu fagnað af öllum,
en ýmsir voru nú samt til, er
öfunduðu þennan mikla kappa.
Einn af þeim mörgu, sem öf-
unduðu hann, var staddur í
veizlu mikilli, sem haldin var
Kólumbusi til heiðurs, og hélt
því þá fram, að þessar sigling-
ar og landafundir væru ekkert
meira en það, sem hver maður
gæti afrekað hefði hann á
annað borð skip vel mönnuð.
Kólumbus svaraði ekki en tók
egg úr skál, sem var á veizlu-
333