Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 60
FELUMYND
Slátrarinn er kominn og
hann á að slátra kálfinum. En
litlu telpurnar, þær SigKa og
Þóra, vilja ómögulega missa
hann og hafa falið hann, eins
vel og þær gátu, svo að slátr-
arinn skuli ekki finna hann.
Haldið þið að slátrarinn finni
kálfinn? Reynið, hvort þið get-
ið fundið hann sjálf?
:
:
:
JÖSSI BOLLA
Texti: Johannes Farestveit.
Teikningar: J. R. Nilssen.
1. Iíennari Bjössa hefur verið að athuga náttúrugripasafn skólans. Við verðum
víst að fá okkur nýjan héra i safnið, segir hann við Bjössa, sem kemur ])arna að,
áður en hann fer heim úr skólanum. Hvers vegna það, ])essi er bara góður enn.
-— Ja, ef hann væri ekki svona mölétinn greyið, rausar kennarinn — og bætir
síðan við ])að verði að henda greyinu. Bjössi sér að héragarmurinn er illa farinn,
þegar hann fer að gá betur að. — En að henda honuin. — 2. Ef á að henda honum,
kennari, má ég ])á ekki heldur fá hann? — Hvað ætlarðu að gera við ónýtan og
ormétinn héra, scm dettur fljótlega i sundur? — Leika mér að honum, svarar
Bjössi. Kennarinn brosir, ég hélt nú satt að segja að ])ú værir vaxinn upp úr
því að leika þér með leikföng, en farðu bara með hann. -—• 3. Bjössi er ekki
seinn á sér að ná i sleðann sinn og binda hérann fastan í sætið, og svo al'
stað, allur eitt hros. Eitthvað hefur honum víst dollið í liug í sambandi við
hérann! — 4. Þar sem vegurinn hcygir heima lijá Bjössa, stendur Óli gamli
og er að saga i eldinn. — Hvað er þetta? kallar Óli til Bjössa, ert ]>ú húinn að
fá þér hund? Hann er sjóndapur gamli maðurinn og Bjössi telur honum trú um
að þetta sé hérahundur eða hundur af hérahundakyninu. Þess vegna eru eyrun
svona stór! kallar Bjössi hlæjandi um leið og liann þýtur áfram. — 5. Það var
svo sem auðvitað, að Bjössi hefur í upphafi séð lil hvers hann gæti notað liérann.
Hann ætlar að leika á Þránd. — Þcgar hann kemur lieim nær hann sér i tvö
prik inn i skemmu og fer út í skógarjaðarinn með ])au og hérann. Hann byrjar
á því að gera lmlur í fönnina með prikunum og eiga þetta auðvitað að vera
héraspor eða slóð eftir héra, sem liggja frá veginum og að smátré sem er þarna
noltkra mctra frá veginum. — C. Þrándur hafði fengið veiðihyssu í jólagjöf og
Bjössa finnst hann svo montinn af henni að nú ætlar hann að leika duglega á
liann. Hann flýtir sér að koma héranum fyrir undir trjágrein og þjappar snjónum
vel yfir pallinum sem hann er limdur við. — Þetta verður grin, tautar Bjössi glott-
andi um leið og hann festir bandi i hérann svo hann geti kippt lionum til svo
hann sýnist lifandi. — Jæja, þá er allt tilbúið. Nú er hara cftir að láta Þránd
vita af þessari finu veiði.
PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.