Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 19

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 19
í), íg lifði um tíma í allsnægtum og lét hverjum degi nægja sína þjáningu, eins og sagt er, en eigi að síður fór það svo nú sem áður, að ævintýralöngunin náði á mér æ fastari tökum. Ég venti því mínu kvæði í kross og keypti góðar vörur fyrir eignir mínar og gekk í félag við kaupmenn nokkra, sem voru í þann veginn að láta í haf á skipi sínu. Segir ekki af ferð okkar, fyrr en við létum frá landi við Persaflóa og vorum komnir út á rúmsjó. — Skall þá á okkur stormsveipur svo snarpur, að öll segl rifnuðu, og varð skip okkar fljótlega stjórnlaust rekald. — Eftir eins dags rek tók skipið að sökkva. Margir af skipshöfninni köstuðu sér þá í sjóinn og reyndu að fleyta sér á trjábraki úr skipinu og var ég einn þar á meðal. Margir sukku í hinn salta mar, en um nóttina næstu á eftir bar mig og nokkra skips- félaga mína að landi á óþekktri eyju, og lágum við þar í fjöruborðinu, þegar sólin kom upp næsta morg- un. Þegar sólin hafði vermt okkur um stund, fórum við að rölta upp á eyjuna, og að skammri stund lið- inni vissum við ekki fyrr til, en við vorum umkringd- ir af miklum skara af svertingjum. Gerðu þeir svörtu okkur skiljanlegt, að við ættum að ganga inn í hús eitt stórt, sem var þarna spölkorn frá. Þar inni var langborð eitt um endilangan sal og á því krásir alls konar, en þó mest grænmeti og ávextir. Svertingjarnir buðu okkur með bendingum að setjast til borðs og taka til matar. — Félagar mínir tóku hraustlega til matar síns, því við vorum vissu- lega svangir eftir volkið í sjónum. Sem betur fór tók ég strax eftir því, að þeir svörtu átu ekkert sjálfir og Fjórða sjóferð SINDBAÐS fékk grunsemdir um það, að svik væru hér í tafli, enda kom það fljótt í ljós, því að félagar mínir urðu svo miður sín af matnum, að við vitfirringu lá. Þetta endurtók sig nokkra daga og var ég orðinn viss um að svertingjarnir væru mannætur og væru aðeins að reyna að fita okkur dálítið, áður en þeir stingju okk ur í pottinn. Og meðan félagar mínir fitnuðu, hor- aðist ég niður, því að enga lyst hafði ég á matnum. — Þetta sannaðist líka brátt því að innan 8 vikna var ég orðinn einn eftir, og var það víst að þakka því, hve lioraður ég var. — Þetta taugastríð þoldi ég ekki lengur og tók það til bragðs, að flýja til skógar, og á öðrum degi kom ég þar að, sem hvítir menn voru að tína pipar við ströndina. Varð ég glaður við, er ég heyrði, að þeir töluðu móðurmál mitt, arabisku, og sagði ég þeim upp alla sögu mína. Þessir menn voru frá annarri eyju og er þeir höfðu tínt nægju sína af pipar, gekk ég á skip með þeim og var feginn að sleppa frá þessari mannætu-eyju. Er við komum heim til þeirra, leiddu þeir mig fyr- ir konung sinn og sögðu honum sögu mína, en liann hlýddi á með athygli og þurfti margs að spyrja. — Skipaði hann síðan svo fyrir, að ég skyldi fá hús og þjóna. — Eitt þótti mér skrítið í háttum þessara manna, að þeir notuðu aldrei reiðtygji á hesta sína og þekktu ekkert til þeirra hluta. — Nú vildi svo til, að ég kunni að smíða reiðver og urðu allir harla glaðir, þegar þeir fóru að venjast notkun þeirra. Gekk þeim öllum betur að sitja liina fjörugu gæð- inga sína eftir að þeir fengu söðul með ístöðum. — í þakklætisskyni vildi kóngurinn gefa mér konu eina fagra og þótt mér væri um og ó, þorði ég ekki að hafna gjöf hans og vorum við gefin saman með við- eigandi liátíðahöldum. — Vissi ég, að konungur vildi með þessu festa mig í sessi í landi sínu, því að hann grunaði, að mig langaði til þess að fara heirn aftur til Bagdað. Og í raun réttri var það líka svo, að ég þjáðist af heimþrá, þótt ég léti ekki á því bera. Nokkru síðar komst ég að því, að sá siður var i landi þessu að dæi eiginkona manns, varð liann að fylgja henni í gröfina. Þessa varð ég áskynja, er ég var viðstaddur jarðarför konu eins vina minna. Líki 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.