Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 9

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 9
1. Ferðin til Ameríku Þóra M, Stefánsdóttir= LOH lilla landnemi Saga frá Nýja-lslandi Sagan „Lóa litla landnemi" er eftir Þóru Mörtu Stefánsdóttir kennara. Hún er fædd f Reykjavík 1. nóvember árið 1905. For- eldrar hennar voru hjónin Jóhanna Sigfús- dóttir og Stefán B. Jónsson, kaupmaður í Reykjavík. Þóra lauk Verzlunarskólaprófi 1923, og kennaraprófi 1933. Fór námsferð til Danmerkur og Þýzkalands. Stundaði nám við Handíðaskólann 1946—1948. Kennslustörf við barna- og unglingaskóla i Reykjavík og viðar. Helztu rit Þóru eru: Lóa litla landnemi, 1949, Æviminning Stef- áns B. Jónssonar í Breiðfirðingi, 1951, Kvæði í Breiðfirðingi 1951 og 1957, Fyrsta hverahitun á íslandi f Lesbók Morgunblaðs- ins, 1955, Ferðaþættir frá Þýzkalandi í Al- Þýðublaðinu 1957 og 1958, Vesturfari f Lögberg-Heimskringlu, 1962—65, Niðjatal séra Jóns Benediktssonar frá Hrafnseyri (( handriti). Þóra er gift Karli H. Alberts- syni (Hirst), vélsmíðameistara. Börn þeirra eru: Stefán Hirst, lögfræðingur í Reykja- vík og Karl J. M. Hirst, afgreiðslumaður í Reykjavik. Myndir eftir höfundinn Lóa var á þriðja ári, þegar foreldrar hennar fluttust til Ameríku. Hún var fædd í sveit á íslandi, en af því að hún var svo ung, þegar hún fór vestur, mundi hún lítið eftir sér þar. En amma liennar sagði henni frá ýmsu að heiman frá „garnla landinu“, lýsti fyrir henni og systkinum hennar fallegu sveitinni þeirra heima, sem hún alltaf þráði, þó að fátæktin og örðugleik- arnir þar heima hefðu hrakið þau í aðra heimsálfu til þess að reyna að vinna fyrir sér og börnum sínum. Hún sat oft í rökkrinu og sagði þeim sögur, fór með kvæði, eða sagði þeim frá einhverju „heima“ á íslandi. Það þóttu þeirn skemmtilegar stundir. Hún sagði þeim einnig frá ferðalaginu mikla til Ameríku, senr þau mundu varla eftir sjálf. Og nú fáið þið að heyra um það. Lóa og systur hennar tvær, Gunna og Borga, sem voru eldri en liún, voru reiddar á hestunr ofan í kaupstaðinn. Þar beið skipið, sem átti að flytja þau til Englands. Þegar þau höfðu kvatt vini og ættingja í kaupstaðnum, héldu þau út í skipið. Þau og farangur þeirra voru flutt á árabát út að skipshliðinni. Nú var litlu stúlkunum lyft upp á þilfarið og mömmu þeirra hjálpað á eftir. Síðast konr pabbi upp á skipið, en rnennirnir í bátnum réttu honum koffortin, kassana og sængurfatapokana. Þá voru þau að fullu og öllu skilin við ísland, ættlandið sitt. Nú áttu þau fyrir höndunr langa ferð út í heim, út í óvissu og ævin- týri framtíðarinnar. En þær Lóa og systur hennar voru nú ekki að brjóta heilann um slíka hluti. Þær létu hverjum degi nægja sína þjáningu og hugsuðu um það eitt að kynnast sem fyrst öllu merkilegu, sem væri að sjá á þessu skipi, sem átti nú að vera heimili þeirra fyrst um sinn. Nú var létt akkerum og þau sigldu á brott frá íslandi — út í heinr. Þau sáu þorpið hverfa og láglerrdið við sjóinn, fjöllin sáust enn, en þau fjarlægðust líka smátt og smátt. Loks sáust þau aðeins eins og óskýr rönd úti við sjóndeildarhringinn, unz þau hurfu með öllu, „sukku í sæ“. Sást nú ekkert nenra hinrinn og haf, óendanlegt haf, hvert sem litið var. Söknuður og hryggð greip hugi fullorðna fólksins. Áttu þau nú aldrei framar að fá að sjá ísland, landið sitt, þar sem þau höfðu fæðzt og alizt upp, lifað sínar beztu og fegurstu stundir — en einnig erfiðleika og þrautir. Áttu þau aldrei að sjá r, v 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.