Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 42
Iþróttir
Sigurður Helgason:
knattleikur
SKOT: Við framkvæmd skota reyn-
------------- ir fyrst og fremst á hend-
urnar og verður þá að nota þær rétt. Við
skot á knötturinn að hvfla á lófanum, fing-
urnir spenntir á miðjum knettinum. Byrjið
með knöttinn í axlarhæð og styðjið við
knöttinn með þeirri hendi, sem þið ekki
notið við skotið. Síðan lyftið þið knettinum
og beygið úlnliðinn, og um leið og hand-
leggurinn hefur náð þeirri hæð, sem ykkur
finnst þægilegust við skotið, þá notið þið
úlnliðinn til að Ijúka skotinu, og einnig til
þess að fullvissa ykkur um að stefnan sé
rétt. Þið verðið að hafa tilfinningu fyrir
sérhverju skoti. Það finnið þið með fingrun-
um. Sérhvert skot þarf að vera samæft,
með handlegg, úlnlið og fingrum. Sérstak-
lega þarf úlnliðurinn að vera liðlegur. Þið
getið aldrei skotið vel með stífum úlnlið,
og eins ef knötturinn hvílir ekki á fingur-
gómunum. Algeng mistök hjá ungum
drengjum er að láta aðeins handleggina
varpa knettinum, og er þá þvl fyrst um að
kenna að þeir valda ekki knettinum. En þá
er betra að byrja rétt frá upphafi, og muna
að nota úlnliðinn, I enda hvers skots, til
að láta knöttinn halda stefnunni og eins til
að kötturinn fái mjúkan snúning. Við körfu-
skot veröið þið umfram allt að einbeita ykk-
ur að körfunni. Veljið ákveðinn bekk á
bakfjölunum (innan auðkennds ferhyrnings)
og venjið ykkur alltaf á að nota bakfjalirn-
ar við skot. Þið verðið að varast að skjóta
knettinum flatt, þ. e. a. s. byrjið strax á að
æfa ykkur í að fá góðan boga í skotin, þá
er betri möguleiki á að knötturinn fari í
körfuna. En reynið samt ekki að hafa bog-
an of háan, þannig að þið eigið af þeim
sökum erfitt með framkvæmd skotsins. Ef
þið byrjið á þessari undirstöðu: halda knett-
inum rétt með fingurgómunum, nota úlnlið-
inn vel, fá góðan snúning á knöttinn og
góðan boga á skotið, þá lætur árangur ekki
á sér standa. Reynið ekki að skjóta beint í
körfuna, bakfjalirnar eru öruggari. Það er
ekki fyrr en þið hafið fengið góða tilfinningu
fyrir körfuskoti að þið getið verið örugg
með skot beint í körfuna. Með snúning á
knettinum vinnst þetta: Skot sem lendir á
körfuhringnum, gæti snúið honum niður í
körfuna. Æfið skotin þar til þið hafið náð
góðum og öruggum snúning. En leggið
samt ekki of mikla áherzlu á snúninginn,
hann má heldur ekki vera of mikill, þá getur
knötturinn farið að snúa sig upp úr körf-
unni í stað hins gagnstæða. Hæfilegur
snúningur í skoti er t. d. tveir snúningar é
skoti frá vltalínu. Þessar tegundir skota
eru algengastar: Lagskot, sveifluskot, stökk-
skot og brjóstskot.
Algengast þessarra skota er lagskotið,
og þó það virðist í fyrstu vera auðvelt, er
ekki síður nauðsynlegt að æfa það jafnvel
og önnur skot. Lagskotið er framkvæmmt
undir körfunni, og þá er nauðsynlegt að
nota bakfjalirnar. Við sveifiuskot er knöttur-
inn tekinn út á aðra hlið og höndin sett
undir knöttinn, síðan er tekið eitt skref,
stokkið upp og hendinni með knettinum
sveiflað yfir höfuðið. Við stökkskot er nauð-
synlegt að samræma stökkið sjálft og skot-
ið. Knettinum er ekki varpað fyrr en þið
hafið náð mestri hæð, hvorki á uppleið
né niður, heldur á þeim punkti sem þið eruð
í kyrrstöðu í loftinu. Þá hafið þið bezt vald
á knettinum. Brjóstskot eru algengust við
framkvæmd vftaskota.
Gunnar Gunnarsson.