Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1969, Page 29

Æskan - 01.07.1969, Page 29
fTiinni verið hnuggnari í skapi en ég var þá. En eng- inn kostur er að lýsa óhljóðum fólksins og undrun, Þegar það sá mig rísa upp og ganga áfram. Festi Þessi um vinstra fót minn var nálægt faðmi að lengd, svo ég hafði bæði frelsi til að hreyfa mig fram og aftur í hálfhring, og þar sem endinn var festur ekki iengra en 4 þumlunga frá dyrastafnum, gat ég líka skriðið inn í musterið og legið þar endilangur. Þegar ég stóð nú uppréttur, fór ég að líta í kring- um mig, og það verð ég að segja, að aldrei hef ég haft skemmtilegri útsýn. Landið umhverfis var eins og blómagarður og akrarnir afgirtir, og flestir 40 fet á hvern veg, og voru eins og blómabeð. Hæstu trén voru svo sem 7 feta há, að því er mér virtist. Eg sá þar borgina til vinstri handar mér og var hún rnjög lík að stærð máluðum bæjum á leikhústjöldum. Nú var keisarinn kominn ofan úr turninum og kom ríðandi til mín, og lá við sjálft, að honum yrði það dýrt spaug, því að þótt hesturinn væri prýðisvel tam- 'hn, þá var hann þó alls óvanur slíkri sjón, þar sem honum hlaut að sýnast eins og fjall væri þar á ferð- irini fyrir framan hann, svo að hann reisti sig á aftur- fæturna, en af því keisarinn er ágætis reiðmaður, fókst honum að halda sér á klárnum, þar til fylgdar- iið hans kom til og náði í taumana, og hélt við hest- inn meðan hans hátign fékk ráðrúm til að komast af öaki. Þegar keisarinn var sloppinn ofan, skoðaði hann mig og dáði mjög, en kom þó ekki nær en svo, að ég gat ekki náð til hans. Keisarinn er nærri því heilli naglbreidd minni hærri en nokkur hirðmanna hans, og er það eitt nóg til að fylla lotningu þá, sem sJá hann. Yfirbragð hans er alvarlegt og karlmann- le9t, allt látæði hans geðfellt, og framganga hans öll hgnarleg. Hann var þá úr æsku, 28 ára og hálfs annars Tiisseris gamall, og hafði setið nær 7 árum að ríki með hamingju og verið sigursæll oftast. Búningur hans var einfaldur og óbrotinn, og fatasnið hans beggja blands, éí" Austurálfu og Norðurálfu, en á höfði hafði hann 'éttan hjálm úr gulli, settan dýrum steinum og fjöður uPp úr burstinni. Hann hélt á brugðnu sverði sínu í hendi til varnar sér, ef svo bæri til, að ég losnaði, Það var nær þriggja þumlunga langt. Hjöltu og skeið- ar voru úr gulli og skreytt demöntum. Rödd hans var skræk, en skýr og hrein og ég heyrði glöggt til hans, Þótt ég stæði uppréttur. Ég ávarpaði þá á öllum þeim tur>gum, sem ég hafði nokkra nasasjón af, svo sem Þýzku, hollenzku, latínu, frakknesku, spönsku, ítölsku °9 Asíu-frönsku eða skollafrönsku, en allt var það til einskis. Eftir tvær stundir fór hirðin burt, en eftir var skilin hjá mér stór varðsveit, til þess að verja mig a'eitni og líklega meingjörðum skrílsins, sem hópaðist ólmur í kringum mig, svo nálægt mér sem hann þorði, og sumir voru svo ósvífnir, að senda mér örvar sínar, þar sem ég sat á jörðinni við dyrnar hjá mér, og lenti ein þeirra rétt hjá vinstra auganu. Varðforinginn bauð þá að handsama nokkra af forsprökkunum, og fann þeim enga refsingu hæfilegri en að fá mér þá í hendur bundna, og gerðu liðsmenn hans svo sem hann bauð og hrundu þeim til mín með spjótsköftum sínum svo að ég náði til þeirra. Tók ég þá alla með hægri hendi minni, stakk 5 í úlpuvasa minn, en við þann sjötta bar ég mig til, eins og ég ætlaði að éta hann lif- andi. Mannkindin æpti hræðilega og varðforinginn og undirforingjarnir stóðu eins og á glóðum, sérstaklega þegar þeir sáu, að ég tók upp sjálfskeiðunginn minn. En ég létti fljótt af þeim öllum ótta, því að ég leit hlýlega til mannsins, skar á þráðinn, sem hann var bundinn með, setti hann hægt á jörðina og var hann þá ekki seinn til fótanna. Og eins fór ég með hina, að ég tók einn og einn upp úr vasa mínum, og sá ég, að bæði foringjar og liðsmenn þeirra urðu sár- fegnir þessari linkind minni, og skýrðu frá þessu við hirðina, og mjög lofsamlega mér til handa. Framhald. FEGURSTA HÖNDIN Fyrir langa löngu var konung- ur, hann átti þrjá sonu, sem allir voru jafngamlir. Tíminn leið og konungur fann dauðann nálgast. Hann kallaði því alla syni sína að hvilu sinni og sagði: „Þið vitið, að ég elska ykkur alla jafnt. En þið vitið líka, að einn verður að ríkja f landinu. Komið því og réttið mér hægri hönd ykkar! Sá sem á fegurstp höndina, skal verða konungur eftir mig. Fyrsti prinsinn tók af sér hanzkann og rétti sigurviss föð- ur sínum hægri höndina. Hún var hvft og mjúk oq ilmvatns- angan lagði af henni. En gamli konungurinn hristi höfuðið. Hönd annars prinsins var skreytt dýrindis fingurgullum og það gljáði á nögl litlafingurs eins og róslita skófiu. En gamli konungurinn hristi höfuðið. Hönd þriðja prinsins var sól- þrennd og siggbarin og fann konungurinn það. Allir hirðmenn tóku fyrir munn sér. En gamli konungurinn kinkaði kolii glað- lega og gaf þriðja prinsinum kórónu ríkisins. K. G. 325

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.