Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 8

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 8
MALFRÆÐI — skemmtilegasta námsgreinin mín! Sérhljóðar Séi'liljóðarnir skiptast í tvo flokka, granna og breiða sérhljóða. Leitaðu nú að þeim fremst í málfræðinni þinni og skrifaðu þá með blýanti inn í karlana. Sumir eru grannir en aðrir feitir, það eru breiðu sérhljóðarnir. Nú skulum við rifja upp regluna um granna sérhljóða á undan ng og nk. Teiknið tvo stóra, gilda kartöflupoka ofan á vörubíls- palli. Skrifið svo ng innan í þá. Bílstjórinn heitir Magnús og er kallaður Mangi. Sjálfsagt er að hafa liann við stýrið á myndinni ykkar. Á bls. 7 í málfræðinni eru mörg orð, sem Mangi á að flytja. Tökum „a“ kaflann. „Feitu" sérhljóðarnir komast ekki fyrir á bílpallinum, þegar ng og nk eru annars vegar. Þeir hlaupa með fýlusvip í burtu. Grönnu sérhljóðarnir fá aftur á móti að vera aftan á pallinum hjá pokunum. Það fer svo lítið fyrir þeim. Einhver kallar Manga í símann rétt áður en hann leggur af stað suður. Drengur er í símanum. „Hvað vantar þig?“ segir Mangi og er þungbúinn, af því að liann er að flýta sér. „Má ég fá far?“ er spurt hinum megin. Mangi svarar því til, að liann sé með farþega fram í hjá sér, en að honum sé velkomið að tylla sér aftan á hjá pokunum. Drengurinn kemur lilaupandi, og af því að „e“ er svo „grannt“ kemst það alveg fyrir hjá pokunum. Mangi er alltaf að flytja vörur, og í þetta skipti er hann með hveiti í tveim pokum. Hann er á hraðri ferð, eins og vanalega. Þá kemur feit stelpa í veg fyrir hann og biður um far. Hann hristir vondaufur höfuðið: „Það er ekkert sæti laust.“ Hún heitir „Steinka", og þá skiljið þið. hvers vegna ég vil láta ykkur teikna hana svona feita: Ei telst til breiðu sérhljóðanna. Steinka deyr ekki ráðalaus og segir: „Æ, manstu þá ekki eftir Steinunni ömmu minni, hún sem gaf þér svo oft kaffi og kleinur?“ Mangi starir á stelpukindina og fer að klóra sér-bak við eyrað: „Jú, hvort ég man eftir heimsins beztu kleinunum! Jæja, svo gamla konan er þá amma þín. Ég held, að ég verði að rýma til fyrir þér, úr því að Steinunn er anmia þín. Steinka situr við liliðina á pokunum og kann vel við sig, enda ágætlega búin í úlpu og síðbuxum. Reglan um ng og nk á bls. 6 er lengri: „... . nema uppruni orðs- ins heimti breiðan sérhljóða." Uppruni hennar Steinku er auðvitað Steinunn gamla. Reynið nú við æfinguna og sendið mér faliega mynd af sögunni og sérhljóðunum. Með fyrirfram þökk. Ykkar María Eiríksdóttir. inn upp úr sjónum í lokaspretti rétt fyrir aftan bátinn. „Sjáðu hann, sjáðu hann,“ hrópaði Miguel, „þetta er stærsti fiskur sem ég hef nokkurn tíma séð!“ „Þetta er sverðfiskur,11 sagði skipstjórinn, „þeir geta orðið um tólf feta langir, en mér sýnist þessi vera mikið stærri." Þegar þeim loks hafði tekizt að innbyrða fiskinn var kominn tími til þess að halda aftur til hafnar í Tocopilla. „Það hefði verið gaman að geta geymt fiskinn í heilu lagi, til þess að fara með hann heim og hengja hann upp á vegg í herberginu mínu,“ sagði Villi, „en ég er hræddur um að hann myndi fylla út allt plássið í herberginu," bætti hann við. 304 MM Svör eru á bls. 334. & Gamli afinn og sonarsonurinn Það var einu sinni fjörgamall maður sem var orðinn hrumur, heyrnardaufur og sjóndapur. Hann sat við matborðið með syni sínum og tengdadóttur, en gat varla haldið á skeiðinni og missti súpu ofan á dúkinn. Syni hans og konu hans fannst þetta óþolandi. Þess vegna varð afi gamli að setjast út í horn íyrir aftan ofninn. Þangað var hon- um færður maturinn í leirskál og heldur naumt skammtað. Þá ieit hann sorgbitinn til borðsins með tárvot augun. Einhvern tíma missti hann skálina ofan á gólf svo hún brotnaði. Konan skammaði hann, en hann sagði ekkert, en andvarpaði aðeins. Þá keypti hún handa honum tré- skál fyrir nokkra aura, sem hann varð nú að borða úr. Nokkrum dögum seinna þeg- ar þau sátu inni, kom litli fjög- urra ára sonarsonur gamla mannsins með spýtur inn á gólfið. „Hvað ertu að gera?“ spurði faðir hans. „Ég er að búa til trog,“ a9ði barnið, „foreldrar minir eiga að borða úr því, þegar ég verð fullorðinn." Maðurinn og konan litu hvort á annað stundarkorn, loksins fóru þau að gráta, náðu í afa gamla að borðinu og létu hann upp frá því alltaf borða með sér. Þau sögðu heldur ekker þó eitthvað færi niður hjá hon- um. K. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.